Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 79
Hldka, frosthörkur, endurskobun borði þar sem gleymst hetur að gera ráð fyrir kúnni og kartöflukjallaranum og annarri lífsnauðsyn fólksins. Framfaraslúður þeirra hefur holan hljóm.' Og í lokin eru þeir að sækja síðustu móhíkanana út á Matjoru áður en eft- irlitið kemur til að ganga úr skugga um að allt gangi eftir áætlun, en villast í rammri og áreiðanlega táknrænni þoku á fljótinu — vita ekkert hvert þeir eru að fara. I „Búranstöðinni" eftir Ajtmatov blandast saman vísindaskáldsaga, saga af gleði og sorgum hvunndagsfólks í samtímanum og þjóðsagnir. Tveir geimfarar, einn sovéskur, annar bandarískur, sem vinna saman fyrir sam- eiginlega rannsóknaráætlun risaveldanna, hafa komist í samband við annað og betra mannkyn á fjarlægri reikistjörnu og yfirgefa geimstöð sína í leyfis- leysi til að kanna líf hinna óþekktu frænda mannfólksins. Annar þráður sögunnar er tengdur viðbrögðum sovéskra og bandarískra yfirvalda við þessari uppákomu. Hin sagan, og sú sem mestu varðar, er af Jedigei, roskn- um járnbrautarstarfsmanni á afskekktri skiptistöð úti í auðnum Kasakh- stans, sem leggur upp sama dag og stórtíðindi berast úr geimnum, á úlfalda og traktor til að jarða gamlan vin sinn og samtarfsmann, Kazangap, í Ana- Beít, sögufrægum grafreit múslíma. Og eru í fylgd með honum Sabitdsjan, sonur hins látna, tengdasonur hans og nokkrir samstarfsmenn. Þemað sem sameinar sögurnar báðar og sagnirnar sem gripið er til er, líkt og hjá Ra- spútín, mikilvægi minnisins, minninganna — fyrir þá sem vilja skapa sér mennska samtíð og eiga von um réttláta framtíð. Meðan líkfylgdin mjakar sér áfram í áttina að grafreit forfeðranna rifjar Jedigei upp mörg ár vináttu þeirra Kazangaps, sigra þeirra og ósigra. Hann man til að mynda vel þögla beiskju Kazangaps yfir því, að faðir hans var á hinum illræmda fjórða ára- tug þegar bændum var nauðugum viljugum smalað í samyrkjubú, handtek- inn og sendur í útlegð sem hann átti ekki afturkvæmt úr, allt vegna falskrar ákæru. Jedigei rifjar og upp annað dæmi um hróplegt óréttlæti — afdrif Abútalíps kennara. Abútalíp hafði verið stríðsfangi hjá Þjóðverjum en strauk úr fangabúðum og komst til júgóslavneskra skæruliða og barðist vasklega með þeim. Þegar svo vinslit urðu með Tító og Stalín var Abútalíp sjálfkrafa orðinn grunsamlegur maður og fékk hvergi vinnu. Hann leitaði athvarfs með fjölskyldu sinni á hinni afskekktu járnbrautarstöð, en einhver þar kjaftar því í leynilögregluna að hann sé að skrifa stríðsminningar sínar — það vill hann reyndar gera fyrir börn sín til að þau megi þekkja hans reynslu og læra af henni. Lögreglumenn koma og hafa hann með sér og handritið — og lætur hann líf sitt í fangelsi skömmu áður en Stalín deyr. Jedigei reynir síðar að tryggja Abútalíp uppreisn æru til að afdrif hans bitni ekki á börnunum, og þá rekst hann einmitt á afstöðu sem gengur þvert á 469
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.