Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 100
Tímarit Máls og menningar — Æ, þetta kemur svona yfir mann. Ég sagði það sem ég sagði. Ætli ég hafi ekki bara sagt það til að segja eitthvað. — Nei, þú sagðir það ekki þannig. Darja fann loks fötuna, jós upp í hana vatni úr balanum sem stóð í forstofunni og kom aftur inn fyrir. Hún stóðst ekki málið og hélt áfram að tala á meðan hún gekk um og sinnti verkum sínum. — Og hvað með það, eru þeir kannski ekki litlir? spurði hún og lét smám saman draga sig inn í samtalið meðan hún bjó sig undir að segja það sem henni lá á hjarta. — Ekki hafa þeir stækkað, svo mikið er víst. Þeir eru einsog þeir hafa alltaf verið. Tvær hendur og tvo fætur hafa þeir alltaf haft, og ekki hefur vaxið á þá neitt fleira. En þeir hafa klúðrað lífi sínu — það er hörmung að sjá hvað þeir hafa klúðrað því! Jæja, það er þeirra verk, enginn hefur ýtt þeim til þess. Þeir halda að þeir séu sjálfs sín herrar, en það er löngu liðin tíð. Þeir eru löngu búnir að glutra öllu niður. Lífið hefur náð yfirhöndinni, það heimtar það af manninum sem því sýnist og rekur hann áfram. Hann getur varla litið um öxl, hvað þá meira. Hann ætti að reyna að nema staðar og líta í kringum sig, athuga hvað er eftir og hverju vindurinn hefur blásið burt . . . Nei, hann er vitlausari en svo — þá er að neyða hann til þess! Annars sprengir hann sig, þetta varir ekki lengi. Já, hann hefur þegar sprengt sig — hvernig læt ég! — Hversvegna ætti hann að sprengja sig, með allar þessar vélar í kringum sig? Það er allt gert með vélum. Þú ættir bara að vita hvers- konar vélar hafa verið búnar til, amma. Þú getur ekki ímyndað þér hvað þær geta gert. Núorðið er framleiðslan alveg hætt að byggjast á handafli mannsins. Af hverju skyldi hann þá sprengja sig? Þetta er ekki rétt hjá þér, amma. Þú ert að tala um manninn einsog hann var í gamla daga, fyrir hundrað árum. Darja sneri sér snúðugt frá eldavélinni, og rétti úr bakinu. — Ég veit vel hvað ég er að tala um. Hundrað ár . . . Fyrir hundrað árum lifðu menn í friði, sjáðu til. Ég er að tala um þig, um ykkur, sem lifið núna. Þið sprengið ekki skrokkinn á ykkur — sei- seinei! Þið passið upp á hann. En að þið hafið glatað sálinni — það snertir ykkur ekki. Hefurðu annars heyrt þess getið að manneskjan hafi sál? Andrei brosti. — Hún ku vera til, segja menn. 490
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.