Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 112
Tímarit Máls og menningar
Ljóðið Krossar er aðeins 5 línur:
Þey! leggjum vel við hlustir,
skógaböðlarnir kvaka . . .
Þeir kvaka
með lárétta arma og dansa kringum
hinn lifandi runn.
(14)
Þarna er lýst mannverum sem líkja eftir
trjám, kvaka og dansa með undarlegum
tilburðum. Sögnin „kvaka" minnir á
bænakvak og láréttir armar á krossfest-
inguna, en andhverfa þessara helgisiða
er „hinn lifandi runnur". Þátttakendur
eru kallaðir „skógaböðlarnir“, og ljóðið
fjallar þannig um tvískinnung og
hræsni, dýrkun dauðra tákna á kostnað
lífsins.
Ljóðið verður enn áhrifameira vegna
hins stutta, kaldhamraða heimsslitaljóðs
á sömu opnu. Fangamark er vel valið
heiti. Nótt er hér tákn eyðingarinnar
sem hefur opnað sér leið gegnum loft-
hjúpinn, inn í daginn, og endurtekning-
in áréttar óumflýjanleg endalok.
Heiðan morgun
sést að Nótt
hefur markað lykil
á hlífiskjöldinn —
brennt sinn lykil
á hlífiskjöldinn
(15)
Gegn svo bölsýnni heimsmynd má
vonin sín lítils, og þó gægist hún fram,
jafnvel í „meingunarljóðunum". Hún
getur t. a. m. falist í fólki sem lifir í sér-
stökum tengslum við náttúruna, eins og
þeirri „kvöldroðastúlku" sem sendir
steindeplinum kveðju sína (17) og er ná-
skyld ýmsum öðrum stúlkum, bæði í
fyrri bókum og þessari.
Mótvægi gegn öflum eyðingar og
glötunar birtist einkum í upphafi 3.
hlutans, um leið og vettvangur ljóðanna
færist yfir á persónulegra svið. Þessi
þriðji hluti hefst á endurminningarljóði
þar sem tjaldað var „á Lindárbökkum",
vatn er eins og einatt hjá Stefáni tákn
fegurðar og upprunaleika.
Allt var í litum
þetta rigningasumar.
Tvö.
Engir eru eins litir.
(31)
Náin tengsl milli fólks fela þannig í sér
fyllri upplifun og samsömun með nátt-
úrunni. Tilbrigði slíkra tengsla, sam-
fundir, aðskilnaður, endurfundir, geta
talist efni nokkurra ljóða, og einatt
fléttast náttúran saman við, í mynd-
rænni lýsingu eða líkingu. Þarna er að
finna margar perlur eins og þá sem hér
fer á eftir, aðeins 7 orð, að fyrirsögninni
meðtalinni:
SUNNUDAGUR
kemur.
Þú
komst.
Fuglar
sama
skógar.
(40)
Ljóð Stefáns eru hér orðfærri, sam-
þjappaðri, margræðari en oft áður. Á
sama hátt hefur líkingum fækkað, en
ferskar og snjallar þær sem eftir standa:
Ævintýri
eru eldfim
bæði lífs og liðin
Sagnir um öskufall
við endurfundi
hefur margur sannreynt
(39)
502