Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 112
Tímarit Máls og menningar Ljóðið Krossar er aðeins 5 línur: Þey! leggjum vel við hlustir, skógaböðlarnir kvaka . . . Þeir kvaka með lárétta arma og dansa kringum hinn lifandi runn. (14) Þarna er lýst mannverum sem líkja eftir trjám, kvaka og dansa með undarlegum tilburðum. Sögnin „kvaka" minnir á bænakvak og láréttir armar á krossfest- inguna, en andhverfa þessara helgisiða er „hinn lifandi runnur". Þátttakendur eru kallaðir „skógaböðlarnir“, og ljóðið fjallar þannig um tvískinnung og hræsni, dýrkun dauðra tákna á kostnað lífsins. Ljóðið verður enn áhrifameira vegna hins stutta, kaldhamraða heimsslitaljóðs á sömu opnu. Fangamark er vel valið heiti. Nótt er hér tákn eyðingarinnar sem hefur opnað sér leið gegnum loft- hjúpinn, inn í daginn, og endurtekning- in áréttar óumflýjanleg endalok. Heiðan morgun sést að Nótt hefur markað lykil á hlífiskjöldinn — brennt sinn lykil á hlífiskjöldinn (15) Gegn svo bölsýnni heimsmynd má vonin sín lítils, og þó gægist hún fram, jafnvel í „meingunarljóðunum". Hún getur t. a. m. falist í fólki sem lifir í sér- stökum tengslum við náttúruna, eins og þeirri „kvöldroðastúlku" sem sendir steindeplinum kveðju sína (17) og er ná- skyld ýmsum öðrum stúlkum, bæði í fyrri bókum og þessari. Mótvægi gegn öflum eyðingar og glötunar birtist einkum í upphafi 3. hlutans, um leið og vettvangur ljóðanna færist yfir á persónulegra svið. Þessi þriðji hluti hefst á endurminningarljóði þar sem tjaldað var „á Lindárbökkum", vatn er eins og einatt hjá Stefáni tákn fegurðar og upprunaleika. Allt var í litum þetta rigningasumar. Tvö. Engir eru eins litir. (31) Náin tengsl milli fólks fela þannig í sér fyllri upplifun og samsömun með nátt- úrunni. Tilbrigði slíkra tengsla, sam- fundir, aðskilnaður, endurfundir, geta talist efni nokkurra ljóða, og einatt fléttast náttúran saman við, í mynd- rænni lýsingu eða líkingu. Þarna er að finna margar perlur eins og þá sem hér fer á eftir, aðeins 7 orð, að fyrirsögninni meðtalinni: SUNNUDAGUR kemur. Þú komst. Fuglar sama skógar. (40) Ljóð Stefáns eru hér orðfærri, sam- þjappaðri, margræðari en oft áður. Á sama hátt hefur líkingum fækkað, en ferskar og snjallar þær sem eftir standa: Ævintýri eru eldfim bæði lífs og liðin Sagnir um öskufall við endurfundi hefur margur sannreynt (39) 502
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.