Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 12
Tímarit Máls og menningar mönnum. Jesenín var, eins og ætt hans og uppruni mæltu með, í hópi þeirra sem treystu byltingunni til að láta vonir bóndans um fagurt mannlíf rætast. Um þetta orti hann m.a. í löngu kvæði, Inonia — í því hefur frelsar- inn komið aftur til andkapítalísks bændalýðveldis, þar sem menn lifa í fullu samræmi við móður náttúru. í þessu kvæði getur ekki um vélræna menn- ingu borgarinnar, harðsnúna tæknihyggju bolsévika, alræði öreiganna, marxisma og fleira þesslegt — það er auðheyrt mikið misræmi milli ósk- hyggju skáldsins og veruleika byltingarinnar. Misræmi sem Jesenín lýsir síðar svo í kvæðinu „Sovét-Rússland“: Eg er sem gestur í mínu eigin landi . . . í sama kvæði er talað um ungkommúnista sem kyrja áróðursvísur Demj- ans Bednyjs í heimaþorpi Jeseníns og skáldið andvarpar: hér hefur enginn lengur þörf fyrir skáldskap minn, og ekki fyrir mig heldur. Hann kveðst að vísu reiðubúinn til að sætta sig við allt, ég, segir hann „gef sál mína alla Október og maí“ (vísað er til byltingarinnar og baráttudags verkalýðsins) en hann vill að þetta hér fari ekki á milli mála: Mína kæru hörpu gef ég engum. Jesenín var fremstur í flokki skálda sem á þessum árum kölluðu sig „imaginista", myndauðgin var þeirra lausnarorð, dirfska í aðföngum til ljóðs, sem þegar vel gekk kynti undir galdur hins óvænta, en snerist stund- um í ofhlæði: Sólin kom sem rauðhærð úlfaldakýr og hellti upp í mig dagsins mjólk og í gegnum myrkrið þrýsti ég sem brauði að brám köldu og hrjúfu júgri hennar. . . segir í bálki sem Jesenín orti um forsprakka bændauppreisnar á fyrri tíð, Púgatsjov. Með ljóðrænni „sérvisku“ vildi Jesenín verja rétt sinn til per- sónulegrar skáldsýnar (hörpuna gef ég engum, hvað sem öðru líður). Og þótt opinber bókmenntastefna tæki enn tiltölulega vægt á slíkri afstöðu, var hér komið efni í spennu milli skálds og umhverfis — og ekki bættu úr skák mikil óreiða í einkalífi og drykkjuskapur sem líktist engu fremur en hæg- fara sjálfsmorði síðustu þrjú árin sem skáldið lifði. Að lokum brast streng- urinn, Jesenín skrifaði með blóði sínu á vegg í hótelherbergi hin fleygu orð. „Það er ekkert nýtt að deyja í heimi hér, en ekki er það heldur nýtt að tóra“. Að svo búnu hengdi hann sig. Vladimír Majakovskí taldi að sjálfsmorð hins vinsæla skálds, sem kunni svo vel að túlka angurværan söknuð eftir heimi bóndans og ögraði um leið uppbyggilegum þankagangi með ósvífnum ljóðrænum svartagaldri for- 402
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.