Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 113
Þessi heimur mannlegra samskipta er
ekki sælan einber. En hann sker sig úr,
lýtur öðrum lögmálum en umheimur-
inn, tímalaus, margbreytilegur, óræður:
Síðan hefur ekkert til okkar spurzt,
á þeim tímum var ekki spurt eftir
neinum
sem hvorki var nafn eða tala;
líkið sem fannst var ekki af henni.
(41)
Þegar hér er komið minnir ýmislegt á
ljóðin í Farvegum, fegurðardýrkunin,
fjarstæður og óhöndlanleiki mannlegra
samskipta, óglögg skil milli draums og
veruleika. En munur þessara bóka er
líka mikill. I Farvegum ríkir undir niðri
sami uggur um farnað lífs og heims og
hér: „Hvað sem öðru líður / þá sofum
við ekki lengi vært á þessu fjalli / brátt
loga svæflarnir“. En jafnhliða er viss
bjartsýni ríkjandi, trú á umskipti, tíma
nýrrar reynslu, nýrra drauma. Slíkrar
bjartsýni sér hér lítinn stað. Þó að mót-
vægi sé að finna í tímalausum ódáins-
heimi skáldskaparins (Fagnað komu-
manni) mega jafnvel skáldskapur og
ímyndunarafl sín lítils, eins og sést á
þeim ljóðum sem sækja minni sín til
ævintýra. Sjöslæðudísin er ákölluð að
halda áfram því hún verði að engu ef
hún nemur staðar í mannheimi (Til-
brigði við langa festi). Ljóðið Skírsla er
skylt vissum kvæðum í Farvegum. Það
hefur að geyma kunnuglegt ævintýra-
minni, ferð gegnum vafurloga á ást-
meyjarfund, og orðaval er rómantískt
samkvæmt því: „Yfir djúpa spegla / er
fari siglt / ... / með bjartan skjöld gegn
veðrum“ (42). En farkosturinn er
knúinn hugðarsegYi, förin á sér stað í
hugskoti skáldsins, og loginn er villield-
ur, en samt er hann ákallaður að daprast
ekki né kulna. Riddari ljóðsins óttast að
Umsagnir um bækur
standa einn uppi á berangri, og hilling-
arnar gufaðar upp.
Saman við rómantísku kvæðin fléttast
einnig hugleiðingar og efasemdir um
eðli tilverunnar. Mörg þeirra ljóða eru
mótuð af vonbrigðum, eftirsjá, jafnvel
beiskju. Sá tónn er einnig ríkjandi í
bókarlok þar sem þræðirnir eru fléttaðir
saman. þar ber talsvert á ádeiluljóðum,
og náttúrueyðing enn efst á baugi. I
upphafsljóðunum var náttúran í for-
grunni, hér setur skáldið sig í spor
„meinguðanna" og miðlar þannig
skammsýni, sjálfbirgingsskap og fárán-
legum lífsháttum. En samhliða kemur
skáldið fram sem fórnarlamb þessara
sömu lífshátta, firrtur frá náttúrunni og
sjálfum sér, ómegnugur að geta neinu
breytt á eigin spýtur:
Fáir dagar
geta verið eins og þeim er sagt
og nætur eru lítið betri.
Ofundinn hlekkur
leitar að sjálfum sér
og uppsker grettur í trjánum.
(43)
Hér er skammt yfir í kaldhæðnina, og
það er hún sem hljómar í lokin:
undur blindgötunnar
h'f
þegar á allt er litið
er líklega affarasælast
að sleikja útum
(49)
Fram að síðasta ljóðinu. Þar lokast
hringurinn með kyrri síðsumarsmynd
undir sama nafni og hætti og upphafs-
ljóðið. Fiðrildi flögra milli blóma, fræin
hvarfla á hverfulli nótt, lífið heldur
áfram og fegurð þess varir — enn um
sinn.
503