Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 64
Tímarit Máls og menningar Fimm eða sex ár, það skiptir ekki miklu. Við eðlilegar aðstæður, eins og þér komust að orði, tekur það átta ár að byggja iðjuver eins og þetta hér, en samt munum við ljúka við það á þrem árum, eins og þér vitið vel. Þér getið sparað yður þetta lýðskrum. Eg ítreka barasta, að þér stuðlið að of hröðu sliti á innfluttum tæknibúnaði, sem kostar gjald- eyri, og dollara tínum við ekki upp af götu okkar í þessu landi. Þegar vélin verður afskrifuð þurfum við ekki lengur á dollurum að halda. Eruð þér vissir um það? Við verðum þá farnir að framleiða okkar eigin hrærivélar. En svo er annað — við erum ekki að níðast neitt sem heitir á tækninni. En þessi villimannlegi vinnuhraði! Hann er settur saman úr nokkrum þáttum, sem koma því ekki beinlínis við hvernig við nýtum steypuvélina. Hvað er að heyra, sagði Nalbandov háðslega. Merkilegt. Segið mér frá, ef þetta er ekki leyndarmál. Margúlíes dró asalaust mjótt, beint strik á pappírinn á borðinu. I fyrsta lagi náum við vinnuhraða með því að hagræða aðflutningi á steypuefni, í öðru lagi með því að raða mönnum rétt niður, og svo með. . . Honum fannst mjög erfitt að bera þetta orð fram en samt lét hann það flakka á þess að hika. . . og svo með eldmóði vinnuflokksins. Hann bar þessa væmnu dagblaðaglósu, „eldmóður" fram með al- vöru og sjálfsögðum einfaldleik rétt eins og hann væri að tala um betra fæði eða útreikninga á akkorði. En þegar hann hafði sleppt orðinu roðnaði hann upp í hársrætur. Honum fannst erfitt að segja það við mann, sem vís var til að leggja allt það sem hann, Margúlíes, segði út á versta veg. En samt mælti hann þetta orð vegna þess, að úr því hann var að gefa skýrslu þeim sem með stjórnvakt fór (og ýtti því þá til hliðar að þessi vaktmaður var einmitt Nalbandov) þá taldi hann það skyldu sína að segja nákvæmlega frá öllu því sem hann hugsaði um hinn tæknilega vanda. Eldmóður var snar þáttur í hugtakinu tækni. Nalbandov kreppti hnefann um skegg sitt og skaut eitruðu augna- ráði framhjá Margúlíes. 454
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.