Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 99
Eyjan Matjora kvödd
fram vegabréfið en í stað þess að skoða ættarnafnið gá menn að því
hve langa ævi þú átt fyrir höndum. A því er áhuginn mestur. Þeim
sem á skammt ólifað er vísað á bug, hann er til einskis nýtur, hinn
sem á langt líf fyrir höndum er boðinn velkominn. Og detti manni í
hug að kvænast, svo dæmi sé tekið, þá segir maður: sýndu mér nú,
gæskan, hvað þú verður langlíf. Og hún, fyrir sitt leyti: sýndu mér,
ljúfurinn . . . Nei, amma, sagði hann og gretti sig, hugsi. Þetta geng-
ur ekki. Látum það heldur vera einsog það er.
Pavel kom, og Darja stóð á fætur til að leggja á borðið, en Pavel
sagðist ætla að skreppa fyrst út á engið að líta á stakkana. Undir
kvöldið létti til, meira og víðar en menn höfðu þorað að vona, him-
inninn lyftist, skýjabólstrar héngu niður úr honum og byrjuðu að
hvítna í jaðrana. Það var kuldagjóla — fyrsta merkið um að loks
væri veðrið að breytast. Af og til gægðist sólin líka fram — ýmist
sem geislarönd handan árinnar eða hún sigldi framhjá þorpinu og
kom upp einhversstaðar yfir beitilöndunum, yfir ökrunum og engj-
unum og stakk sér þar niður. Hanarnir sem höfðu verið hljóðlátir
síðustu daga létu til sín heyra á ný — þeir fundu líka á sér að eitt-
hvað var á seyði, þeir göluðu ekki út í bláinn; gal þeirra varð skýrara
og hreinna, það var einsog þeir göluðu við eyrað á manni þótt þeir
væru víðsfjarri. Og Pavel trúði því að nú væri ótíðin liðin hjá og
þegar hann hafði sannfærst um það ákvað hann að fara og kanna
hvort rigningin hefði valdið spjöllum á ökrunum.
Hann fór úr regnkápunni, klæddi sig í úlpu og þegar hann var far-
inn varð Andrei órólegur og hugsi og þá rifjaðist allt í einu upp fyrir
honum samtalið sem átti sér stað daginn sem hann kom:
— Amma, þú sagðist vorkenna mönnunum. Þú vorkenndir öll-
um. Manstu hvað þú sagðir?
— Já ég man það. Auðvitað man ég það.
— Af hverju vorkennirðu þeim?
Darja var að laga til í húsinu; hún hafði týnt fötu og leitaði nú að
henni út um allt og tók spurninguna ekki alvarlega:
— Eg bara vorkenni þeim. Hvernig ætti maður að geta annað en
vorkennt þeim, vesalingunum? Þetta er þó ekki óskylt manni, sjáðu
til.
— En ég var að spyrja af hverju þú vorkenndir þeim. Þú sagðir
að mennirnir væru litlir. Veikburða, kraftlausir, var það ekki?
TMM VII
489