Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 99
Eyjan Matjora kvödd fram vegabréfið en í stað þess að skoða ættarnafnið gá menn að því hve langa ævi þú átt fyrir höndum. A því er áhuginn mestur. Þeim sem á skammt ólifað er vísað á bug, hann er til einskis nýtur, hinn sem á langt líf fyrir höndum er boðinn velkominn. Og detti manni í hug að kvænast, svo dæmi sé tekið, þá segir maður: sýndu mér nú, gæskan, hvað þú verður langlíf. Og hún, fyrir sitt leyti: sýndu mér, ljúfurinn . . . Nei, amma, sagði hann og gretti sig, hugsi. Þetta geng- ur ekki. Látum það heldur vera einsog það er. Pavel kom, og Darja stóð á fætur til að leggja á borðið, en Pavel sagðist ætla að skreppa fyrst út á engið að líta á stakkana. Undir kvöldið létti til, meira og víðar en menn höfðu þorað að vona, him- inninn lyftist, skýjabólstrar héngu niður úr honum og byrjuðu að hvítna í jaðrana. Það var kuldagjóla — fyrsta merkið um að loks væri veðrið að breytast. Af og til gægðist sólin líka fram — ýmist sem geislarönd handan árinnar eða hún sigldi framhjá þorpinu og kom upp einhversstaðar yfir beitilöndunum, yfir ökrunum og engj- unum og stakk sér þar niður. Hanarnir sem höfðu verið hljóðlátir síðustu daga létu til sín heyra á ný — þeir fundu líka á sér að eitt- hvað var á seyði, þeir göluðu ekki út í bláinn; gal þeirra varð skýrara og hreinna, það var einsog þeir göluðu við eyrað á manni þótt þeir væru víðsfjarri. Og Pavel trúði því að nú væri ótíðin liðin hjá og þegar hann hafði sannfærst um það ákvað hann að fara og kanna hvort rigningin hefði valdið spjöllum á ökrunum. Hann fór úr regnkápunni, klæddi sig í úlpu og þegar hann var far- inn varð Andrei órólegur og hugsi og þá rifjaðist allt í einu upp fyrir honum samtalið sem átti sér stað daginn sem hann kom: — Amma, þú sagðist vorkenna mönnunum. Þú vorkenndir öll- um. Manstu hvað þú sagðir? — Já ég man það. Auðvitað man ég það. — Af hverju vorkennirðu þeim? Darja var að laga til í húsinu; hún hafði týnt fötu og leitaði nú að henni út um allt og tók spurninguna ekki alvarlega: — Eg bara vorkenni þeim. Hvernig ætti maður að geta annað en vorkennt þeim, vesalingunum? Þetta er þó ekki óskylt manni, sjáðu til. — En ég var að spyrja af hverju þú vorkenndir þeim. Þú sagðir að mennirnir væru litlir. Veikburða, kraftlausir, var það ekki? TMM VII 489
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.