Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 22
Tímarit Máls og menningar Skáldsagan naut feiknalegra vinsælda. Það var ekki nema von að margir hefðu áhuga á að lesa um örlög manns sem hafði, eins og miljónir annarra, hrakist á milli fylkinga, eða kannski kramist á milli þeirra í átökunum miklu. Þeim mun fremur sem Sholokhov beitti ekki lesendur sína hug- myndafræðilegu ofbeldi, ef svo mætti að orði kveða. Hann hafði, eins þótt afstaða hans sjálfs til atburða færi ekki á milli mála, samið „margraddað“ verk, þar sem einstaklingar í andstæðum fylkingum og utan þeirra fengu að njóta sín, bera fram sín lífsrök. Enda komu upp hjá kreddumönnum ýmsar aðfinnslur: þeim þótti sem Sholokhov lýsti hinum ráðvillta unga stríðs- manni, Grigorí Melekhov, með of miklum skilningi og samúð, að eiginlegir bolsévikar í sögunni fengju ekki að njóta sín og sýna yfirburði sína og leið- sögugáfu. Um leið var fundið að því, að Sholokhov hefði gengið of langt í því raunsæi sínu að láta mállýsku kósakkanna ráða í málfari persóna og lýs- ingum — slík viðleitni var talin standa skilningi almennings á sögunni fyrir þrifum. Og nú skildi milli feigs og ófeigs, Babels og Sholokhovs. Sholok- hov beygði sig undir þessa gagnrýni, hann endurskoðaði söguna, breytti málfari, dró úr grimmdarlýsingum ýmsum, tók burt pólitískar tilvísanir sem óþægilegar urðu með árunum. Heldur versnaði skáldsagan „Lygn streymir Don“ við þetta, en í sovéskum kennslubókum hét þetta síðar meir, að „vinsamleg umhyggja Kommúnistaflokksins veitti höfundinum mikinn stuðning". Sholokhov fór vel af stað, en átti eftir að valda mönnum vonbrigðum. Skáldsaga hans um samyrkjuherferðina upp úr 1930, „Nýræktarland“, stóð „Lygn streymir Don“ langt að baki. Fyrra bindi hennar kom út árið 1932 en hið síðara ekki fyrr en 1956 og hafði sagan, sem víkur að miklum og grimmum átökum í kósakkasveitum, þá leyst upp í kæki og gamantilburði. Menn hafa deilt um ástæðurnar fyrir hnignun Sholokhovs og margir lagt mikla áherslu á, að það hafi leikið hann grátt, hve miklu lofi og forréttind- um var á hann hlaðið af ráðandi mönnum. Aðrir segja afsakandi: það var búið að banna þá hreinskilni sem enn gat lyft „Lygn streymir Don“ upp úr lágkúru pólitískrar hentistefnu. Þær raddir hafa og heyrst, að Sholokhov hafi ekki samið sjálfur upphafsbindin að „Lygn streymir Don“, heldur unnið söguna upp úr handriti sem hann komst yfir eftir kósakkarithöfund- inn Krjúkov — en nýlegar tölvurannsóknir á stíl og orðaforða þessara höf- unda mæla ekki með þeirri kenningu. Úr útlegb í útlegð Rithöfundar gerðu á þessum árum fleira en að færa í búning skáldskapar eigin reynslu byltingaráranna. Margir þeirra þurftu að skrifa sig í sátt við 412
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.