Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 91
Karl í krapinu — Hvernig þá? — Eg kippi henni niður með þremur dráttarvélum — hún hrynur einsog spilaborg. — Reyndu það. Næsta sunnudag hófst Shúrygín handa. Mætti á staðinn með þrjár voldugar dráttarvélar . . . Þrjár digrar trossur voru strengdar utan um kirkjuna í mismunandi hæð og undir trossurnar settu þeir níu stólpa, á hornin og á miðja veggina . . . Til að byrja með stjórnaði Shúrygín þessu verki einsog hverju öðru, bölvandi og ragnandi. En þegar fólk fór að flykkjast að, þegar menn tóku að óa og æja allt í kringum hann og sjá eftir kirkjunni, fannst Shúrygín hann allt í einu verða að miklum athafnamanni með ótakmörkuð völd. Hann hætti að bölva og leit ekki á fólkið — þótt- ist hvorki sjá það né heyra. — Var þér skipað að gera þetta, Nikolaj? spurðu menn. Eða tókstu þetta upp hjá sjálfum þér? — Var hún eitthvað fyrir þér, eða hvað? Hálfslompaður birgðavörður, Mikhailo Beljakof, skreið undir trossurnar til Shúrygíns. — Af hverju ertu að þessu, Kolja minn? Þá rann Shúrygín í skap og hann hvítnaði í framan: — Burt með þig, fyllirotta! Mikhailo varð steinhissa og hörfaði undan verkstjóranum. Aðrir viðstaddir urðu líka hissa og sló á þá þögn. Shúrygín var sjálfur gef- inn fyrir sopann og ekki vanur að kalla menn „fyllirottur". Hvað hafði hlaupið í hann? Meðan á þessu stóð voru stólparnir festir og trossunum komið fyrir. Þess var ekki langt að bíða að dráttarvélarnar færu drynjandi af stað og í þorpinu gerðist sá atburður sem aldrei hafði gerst þar áður — kirkjan hryndi. Þeir þorpsbúar sem voru komnir til ára sinna höfðu allir verið skírðir í henni, þeir höfðu jarðsungið þar afa sína og áa og vanist að sjá hana þarna á hverjum degi, einsog himin- inn yfir sér . . . Aftur heyrðust raddir: — Hver skipaði þér að gera þetta, Nikolaj? — Hann sjálfur! Sjáðu bara, hann snýr sér undan, þessi andskoti! — Shúrygín! Hættu þessum yfirgangi! 481
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.