Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Síða 111
Umsagnir um bækur UNDUR BLINDGÖTUNNAR: LÍF Tengsl nefnist ný ljóðabók Stefáns Harðar Grímssonar (Mál og menning 1987) og er margrætt heiti. Ljóðin eru margvíslega samtengd og fjalla um tengsl — manns og náttúru og manna í milli. Bókin hefst á náttúruljóði, kyrrlátri sumarnæturmynd flögrandi fiðrilda. En kyrrðin í næsta ljóði er af öðrum toga. Þar er lýst gróðurlausri, eyddri jörð, föllnum skógi, horfnum skógarstígum, liðnum bjarkailmi, hljóðnuðum fugla- söng. Frammi fyrir þessum „nögum“ sínum stendur maðurinn, tegundin sjálf, sem af mannlegri náð ert á góðri leið með að brenna allt sem fram undan er og allar brýr að baki Svo að skelfingu þinni lostin stígur engilsmynd þín upp úr lindinni og rífur ímyndun þína á hol Nú þekkjumst við bræðrungar þeysandi á læmingjum og hvorugur hefur farið úr skónum Hvasst fyrir tungl (12) Stefán Hörður hefur áður ort um rányrkju og mengun náttúrunnar (sem hann reyndar stafsetur með ei skv. blaðaviðtali, og fær þá orðið meinguðir í kvæðinu Meb fyrirvara svolítið víðara merkingarsvið), en aldrei áður hefur hann birt þess háttar magnað ádeiluljóð. Hér er sleginn sá grunntónn sem hljóm- ar undir niðri bókina á enda. Meginefni í fyrsta hluta eru tengsl manns og nátt- úru: „aldrei / þarfnast þú okkar / sem eigum þó allt / undir farnaði þínum og gleði", segir í kvæðinu til steindepilsins (17). I Nxturljóði, á opnunni beint á móti, er ort um stjörnurnar sem göml- um sæfara eru hugstæðar í sinni „óend- anlegu nálægð". Þetta ljóð er reyndar dæmigert fyrir skáldskap Stefáns í þess- ari bók, hið þaulunna, samþjappaða ljóðform hans: Þessi smákornótta tilvera . . nótt í hásléttuborg og þaðan kemst enginn allur sem siglt hefur eftir stjörnuhröpum hitabeltisnætur og skynjar fjarska hunds í mannabyggð í skíru tunglsljósi . . . Þessa óendanlegu nálægð! (16) Alls staðar í umhverfinu sjást handa- verk hins „viti borna“ manns. Við- kvæmri kyrrð og dul náttúrunnar er sundrað af manni á bíl, „á negldum hjólbörðum / og með fullkomnum ljósabúnaði" (19). Andspænis óræðum undrum himinhvolfsins er teflt „tyngl- ingum“ sem „mæna sífellt á sömu kringlu" (13). 501
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.