Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 96
Tímarit Máls og menningar
skilurðu, og svo látið þið svona út af einni kirkju. Það er ekki einu
sinni félagsheimili í þorpinu og þó dettur engum í hug að kvarta, en
yfir þessu getur það grátið! Ætli þið lifið það ekki af!
— Reyndu bara sjálfur að lifa það af! Þú átt eftir að visna upp af
tómri skömm . . .
Shúrygín fór fram fyrir til að losna við nöldrið í henni, settist við
borð, hellti sneisafullt glas af vodka og drakk. Kveikti sér í vindl-
ingi. „Það fæst auðvitað ekki nokkur kjaftur til að snerta múrstein-
ana,“ hugsaði hann með sér. „En skítt með það! Eg ýti þeim bara
saman með jarðýtunni í einn haug, það gerir ekkert til þótt netlurn-
ar leggi hann undir sig.“
Það var orðið áliðið þegar konan hans kom heim. Þá var Shúrygín
búinn úr flöskunni. Hann var enn þyrstur, en langaði ekki að hitta
reiðu afgreiðslustúlkuna aftur, gat ekki hugsað sér það. Hann bað
konu sína:
— Skrepptu og sæktu flösku handa mér.
— Farðu til andskotans! Hann er vinur þinn.
— Gerðu það, skrepptu . . .
— Gerðir þú það sem þú varst beðinn að gera? Reyndu þá ekki
að biðja aðra að gera neitt fyrir þig. Fáviti.
— Haltu kjafti. Sama rövlið . . .
— Já, það sama! Eg segi það sama og allar ærlegar manneskjur!
Ætti ég kannski að taka undir með þér, ómenntaði durgurinn þinn?
Þú varst beðinn, það báðu þig allir — nei takk! Glenntir bara upp
glyrnurnar . . .
— Þegiðu! Annars skaltu fá að kenna á ólinni . . .
— Sá held ég láti mig kenna á ólinni! Reyndu það bara, ófor-
skammaða ófétið þitt! Reyndu það bara!
„Hún lætur svona í alla nótt. Það eru allir orðnir vitlausir."
Shúrygín gekk út úr húsinu og setti vélhjólið í gang . . . Það var
átján kílómetra leið í kaupstaðinn, þar var verslun, þar var bústjór-
inn. Þar var hægt að kíkja í glas og rabba saman. Hann gæti meðal
annars sagt frá þessu uppistandi hér . . . Hlegið að því.
Þegar hann beygði fyrir hornið lýsti framluktin snöggvast upp
ólögulega múrsteinahrúguna og fyrir vit hans sló mygluþef úr
spjölluðum kjallara.
„Frá sautjándu öld!“ rifjaðist upp fyrir Shúrygín. „Sér er nú hver
486