Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 96
Tímarit Máls og menningar skilurðu, og svo látið þið svona út af einni kirkju. Það er ekki einu sinni félagsheimili í þorpinu og þó dettur engum í hug að kvarta, en yfir þessu getur það grátið! Ætli þið lifið það ekki af! — Reyndu bara sjálfur að lifa það af! Þú átt eftir að visna upp af tómri skömm . . . Shúrygín fór fram fyrir til að losna við nöldrið í henni, settist við borð, hellti sneisafullt glas af vodka og drakk. Kveikti sér í vindl- ingi. „Það fæst auðvitað ekki nokkur kjaftur til að snerta múrstein- ana,“ hugsaði hann með sér. „En skítt með það! Eg ýti þeim bara saman með jarðýtunni í einn haug, það gerir ekkert til þótt netlurn- ar leggi hann undir sig.“ Það var orðið áliðið þegar konan hans kom heim. Þá var Shúrygín búinn úr flöskunni. Hann var enn þyrstur, en langaði ekki að hitta reiðu afgreiðslustúlkuna aftur, gat ekki hugsað sér það. Hann bað konu sína: — Skrepptu og sæktu flösku handa mér. — Farðu til andskotans! Hann er vinur þinn. — Gerðu það, skrepptu . . . — Gerðir þú það sem þú varst beðinn að gera? Reyndu þá ekki að biðja aðra að gera neitt fyrir þig. Fáviti. — Haltu kjafti. Sama rövlið . . . — Já, það sama! Eg segi það sama og allar ærlegar manneskjur! Ætti ég kannski að taka undir með þér, ómenntaði durgurinn þinn? Þú varst beðinn, það báðu þig allir — nei takk! Glenntir bara upp glyrnurnar . . . — Þegiðu! Annars skaltu fá að kenna á ólinni . . . — Sá held ég láti mig kenna á ólinni! Reyndu það bara, ófor- skammaða ófétið þitt! Reyndu það bara! „Hún lætur svona í alla nótt. Það eru allir orðnir vitlausir." Shúrygín gekk út úr húsinu og setti vélhjólið í gang . . . Það var átján kílómetra leið í kaupstaðinn, þar var verslun, þar var bústjór- inn. Þar var hægt að kíkja í glas og rabba saman. Hann gæti meðal annars sagt frá þessu uppistandi hér . . . Hlegið að því. Þegar hann beygði fyrir hornið lýsti framluktin snöggvast upp ólögulega múrsteinahrúguna og fyrir vit hans sló mygluþef úr spjölluðum kjallara. „Frá sautjándu öld!“ rifjaðist upp fyrir Shúrygín. „Sér er nú hver 486
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.