Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 25
Byltingin, bókmenntirnar og sósíalrealisminn bera einkennisbúning, ganga undir númerum, ganga eftir klukku — mars- éra saman í vinnuhléum, éta saman gervifóður, mæta allir sem einn í fyrir- lestra. Þeir búa í glerhúsum svo alltaf sé hægt að fylgjast með þeim og mega þá aðeins draga tjöld fyrir, að þeir hafi fengið ávísun á samfarir hjá yfir- valdinu. Þeir fáu sem sýna afbrigðilega hegðun eru settir í rafmagnsstól og leystir upp við músík og mikinn fögnuð lýðsins. Sá sem söguna segir lendir í því löglausa ævintýri að elska konu. Þau taka saman þátt í uppreisnartilraun sem mistekst, sögumaður er settur í „að- gerðina miklu“ sem sker úr honum ímyndunaraflið. Hann svíkur félaga sína í hendur Velgjörðarmanninum og horfir á það hluttekningarlaust hvernig elskan hans er pínd til sagna. „Við“ hafði veruleg áhrif á framtíðarhrollvekjur eins og „Brave New World“ Huxleys og „1984“ Georges Orwells. I sovésku samhengi minnir þetta verk á upphaf þeirra bókmennta, sem kallaðar hafa verið „andsovésk- ar“ og eru það í þeim skilningi, að þær sprengja rammann sem ritskoðun setur bókmenntunum á hverjum tíma. Ekki var enn komið að því, að rit- höfundar væru fangelsaðir fyrir verk sín. En Zamjatín hlaut aðra refsingu — hann var dæmdur til að þegja, leikrit hans voru tekin af sviði, enginn þorði lengur að prenta bækur hans. Zamjatín brá á það ráð að skrifa Stalín sjálfum, kvaðst ekki kunna þá list að haga seglum eftir vindi og bað um leyfi til að fara úr landi. Þetta var árið 1931. Að tilmælum Maxíms Gorkís var orðið við beiðni Zamjatíns og lést þessi óstýriláti vinstrisinni í París ár- ið 1937. Má vera að samanburður á örlögum Alexei Tolstojs greifa og sósíalistans Zamjatíns vísi til þess, að sovéskur veruleiki varð í raun mildari þeim sem vildu sætta byltinguna og rússneskt þjóðríki heldur en þeim sem ekki vildu aðskilja sósíalismann og frelsið. Örlög Zamjatíns minna og á annað: menningarlegt andrúmsloft fór versnandi eftir því sem á leið þriðja áratuginn. Fleiri en hann voru dæmdir til þagnar — til dæmis Mikhaíl Búlgakov, sem hafði skrifað grimmar ádrepufantasíur um framfara- og forræðishyggju tímans („Örlagaeggin“, ,,Hundshjartað“) og lýst af næmum skilningi hugarheimi skástu andstæð- inga byltingarinnar í leikritinu „Dagar Túrbínfjölskyldunnar“. Einna verst varð ljóðlistin úti. Ekki endilega vegna þess að skáldin færu með „hættu- legar“ skoðanir á borð við þær sem fram koma í skáldsögu eins og „Við“. Heldur gerist það þegar líður að fjórða áratug aldarinnar, að skáld sem vinna fyrst og fremst að því að tjá persónulega skynjur. sína og þá einatt á frumlegu og kannski torráðnu myndmáli, þau eru dæmd úr leik sem úr- kynjaðir formalistar, lokuð inni í sínum einkaheimi. Ritstjórar og ritskoð- arar treystu sér ekki til að finna neina færa brú á milli vaxandi kröfugerðar 415
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.