Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 61
Afram tími! gulan blýant, meistaralega vel yddan. Hann lagði hann í lófa sér, kastaði honum í loft upp og dáðist að spegilsléttum hliðum hans. Hvað er það sem þér hafið áhuga á? Staðan á svæðinu. Svona almennt. Nalbandov lagði áherslu á orðið „almennt“ og horfði aftur hirðu- leysislega á vegginn milli Margúlíesar og gluggans þar sem ljós og skuggar fra vagnaröð á hreyfingu skiptust á eins og bók væri flett. Ljós og skuggar dönsuðu frá hægri til vinstri. Lestin færðist frá vinstri til hægri. A þilinu fyrir aftan Margúlíes blikuðu töflur, línurit, litprentuð plaköt, reglur um hjálp í viðlögum, leiðbeiningar um lífgun úr dái, um meðferð á gastegundum — blár belgur fyrir súrefni, hvítur fyrir logsuðugas, rautt fyrir vetni, einnig mynd af Karli Marx. Skeggið á Marx var gulhvítt, svört hár í yfirskegginu, hann var í flottum frakka og hvítri skyrtu stífaðri, eitthvað hékk framan á hon- um í borða. Ætli það sé einglyrni? hugsaði Nalbandov og yppti öxlum lítið eitt. Svona yfirleitt, sagði Margúlíes og tók einbeittur um nef sér. Yfir- höfuð er ástandið í dag sem hér segir. . . Núnú, lát heyra . . . Margúlíes hleypti í brúnir einbeittur. I áttundu blökk erum við búnir að hlaða áttatíu komma sjö pró- sent en í sjöundu sextíu komma níu. Við höfum farið um tuttugu prósent fram úr áætlun um jarðvegsvinnu undir geymana. Að því er varðar brúna. . . Þetta veit ég, greip Nalbandov fram í. Afram með smjörið. Steyp- an? Steypuvinnan lítur þannig út að við erum búnir með undirstöð- urnar og plötuna undir sjöttu blökk, klukkan sextán núll átta byrj- um við á fimmtu blökk. Mér sýnist það vera einglyrni, hugsaði Nalbandov. Það getur ekki verið. Hann sneri sér snöggt á kollinum sem hann sat á. Afsakið. Við byrjuðum að steypa klukkan sextán átján. Núna er klukkan . . . 451
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.