Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 61
Afram tími!
gulan blýant, meistaralega vel yddan. Hann lagði hann í lófa sér,
kastaði honum í loft upp og dáðist að spegilsléttum hliðum hans.
Hvað er það sem þér hafið áhuga á?
Staðan á svæðinu. Svona almennt.
Nalbandov lagði áherslu á orðið „almennt“ og horfði aftur hirðu-
leysislega á vegginn milli Margúlíesar og gluggans þar sem ljós og
skuggar fra vagnaröð á hreyfingu skiptust á eins og bók væri flett.
Ljós og skuggar dönsuðu frá hægri til vinstri. Lestin færðist frá
vinstri til hægri.
A þilinu fyrir aftan Margúlíes blikuðu töflur, línurit, litprentuð
plaköt, reglur um hjálp í viðlögum, leiðbeiningar um lífgun úr dái,
um meðferð á gastegundum — blár belgur fyrir súrefni, hvítur fyrir
logsuðugas, rautt fyrir vetni, einnig mynd af Karli Marx.
Skeggið á Marx var gulhvítt, svört hár í yfirskegginu, hann var í
flottum frakka og hvítri skyrtu stífaðri, eitthvað hékk framan á hon-
um í borða.
Ætli það sé einglyrni? hugsaði Nalbandov og yppti öxlum lítið
eitt.
Svona yfirleitt, sagði Margúlíes og tók einbeittur um nef sér. Yfir-
höfuð er ástandið í dag sem hér segir. . .
Núnú, lát heyra . . .
Margúlíes hleypti í brúnir einbeittur.
I áttundu blökk erum við búnir að hlaða áttatíu komma sjö pró-
sent en í sjöundu sextíu komma níu. Við höfum farið um tuttugu
prósent fram úr áætlun um jarðvegsvinnu undir geymana. Að því er
varðar brúna. . .
Þetta veit ég, greip Nalbandov fram í. Afram með smjörið. Steyp-
an?
Steypuvinnan lítur þannig út að við erum búnir með undirstöð-
urnar og plötuna undir sjöttu blökk, klukkan sextán núll átta byrj-
um við á fimmtu blökk.
Mér sýnist það vera einglyrni, hugsaði Nalbandov. Það getur ekki
verið.
Hann sneri sér snöggt á kollinum sem hann sat á.
Afsakið. Við byrjuðum að steypa klukkan sextán átján. Núna er
klukkan . . .
451