Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 54
Tímarit Máls og menningar Ég hljóp til Dörju. Hún sat uppi, hafði jafnað sig nokkuð og dill- aði barninu. Þá segi ég við hana: - Ég leyfi þér ekki að leggja barnið á brjóst. Það er fætt á vondu ári og verður að komast af án móðurmjólkur, en þig Darja verð ég að drepa, því þú ert kontra okkar sovésku stjórn. Stattu með bakið upp að bakkanum . . . - Jasha, en barnið? Hold af þínu holdi! Það deyr mjólkurlaust ef þú drepur mig. Leyfðu mér að koma því á legg, þá máttu drepa mig, ég samþykki það . . . - Nei, segi ég, ég fékk stranga skipun frá félögum mínum. Ég get ekki leyft þér að lifa en þú skalt ekki óttast um barnið. Ég el það á kaplamjólk og það skal ekki deyja hjá mér. Ég gekk tvö skref aftur á bak, tók af mér riffilinn, en hún greip um fætur mér og kyssti stígvélin . . . Eftir þetta geng ég til baka án þess að líta við, hendurnar titra og fæturnir eru eins og brauð og barnið, bert og sleipt, rennur af hönd- um mér. Fimm dögum síðar fórum við aftur framhjá þessum stað. Yfir gil- inu í skóginum sveimaði hrafnager . . . Já víst hef ég átt margar sorgir af þessu barni. Stundum sögðu kósakkarnir við mig: Taktu í lappirnar á honum og sláðu honum við. Hvað þarft þú að vera að þjást fyrir hann, Shibalok? En mikið tók mig sárt til hans, þessa litla krílis. Ég hugsaði sem svo: Látum hann vaxa úr grasi, og þegar búið er að vefja utan um karl föður hans, þá mun sonurinn verja Sovétin. Hann verður til minja um Jakob Shibalok, ég fell ekki til jarðar eins og illgresi, ég skil eftir mig ættlegg . . . En þú mátt trúa því, kona góð, að ég grét yfir honum, þótt ég hefði aldrei fyrr tár fellt. Svo vildi til að hryssa í okkar sveit kastaði, folaldið skutum við og gáfum drengnum mjólk- ina. Fyrst kom það fyrir að hann tók ekki dúsuna, það var eins og honum leiddist, en síðan vandist hann við hana og saug hana engu verr en hvert annað barn móðurbrjóstið. Ég saumaði honum skyrtu úr buxunum mínum. Hann er vaxinn upp úr henni núna, en gerir það nokkuð til, það má ráða fram úr því. 444
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.