Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 117
höndina á glervegginn — stundum finn-
ur hann fyrir fiskunum í gegn og þá
kitlar hann í lófann undan sporðakast-
inu og svo stendur hann upp og gengur
að glerveggnum og“ (18—19). I ljóðun-
um er allsstaðar þessi þrá eftir að brjóta
glerið og steypa sér í svelginn með
kvikindum hafsins, draumsins og undir-
vitundarinnar.
En um leið getum við, strangt til tek-
ið, ekki skilið hvað gerist. Jafnskjótt og
gler merkingarinnar brestur verðum við
að sætta okkur við að allt geti orðið allt.
Textinn kemur villimannlega fram við
skilning góðfúss lesanda og eins virðast
orðin vera rammvillt. Ekki nóg með að
snákur verði regnhlíf, nál í sólúri og
hnefafylli af vatni, eins og í „Sjálfs-
mynd“ (82), því „undir stækkunargler-
inu / urðu flugdrekinn og teningurinn
eins“ (70). Fagurfræðilegu samræmi er
gefið langt nef, nema Iesandi teygi svo á
þolinmæði sinni við leitina að hinni list-
rænu heild að hann fari að hlæja að
sjálfum sér. Sem gerist að vísu oft og í
því liggur húmorinn, sem einkennir
mörg ljóða Sjóns. Mætti ekki túlka síð-
astnefndar ljóðlínur svo að þegar nánar
sé að gætt (eins og ráðsettum gagnrýn-
anda ber að gera) reynist flugdreki og
teningur sama táknið fyrir hendingar
sem gefa lífinu gildi eða fyrir óútreikn-
anlega vegi ímyndunaraflsins? En um
leið blasir við okkur Sherlock Holmes
(gagnrýnandi, við sjálf) með stækkunar-
gler að snuðra í texta án þess að finna að
þetta eru bara villuráfandi orð sem hafa
lent í slagtogi fyrir (ó?)sjálfráða villi-
mennsku skáldsins. I textanum sjáum
við kannski bara flugdreka og tening
eftir allt saman. Frelsi okkar felst þá
meðal annars í því að lesa bókstaflega,
en reyna ekki að sjá í orðunum tákn-
ræna dýpt.
Umsagnir um bcekur
Þannig eru sífelldar vísanir, oft í
miklum hrærigraut, í ýmis fyrirbæri án
þess að vægi þeirra og innbyrðis tengsl
séu skýrð umfram bókstafsmerkingu:
Hlóðst þú ekki götuvígi úr munnum
á hálsi mínum?
Léstu ekki rigna dagblöðum?
Kveiktirðu ekki í kirkjunni?
Taldirðu ekki neglur sjónhverfing-
anna
og sást fiðrildasafn þjófsins?
Réðstu ekki dulmál hjúkrunarkon-
unnar
og lést göturnar fljóta í munnvatni?
(96)
Orðum er rænt úr venjubundnu sam-
hengi og það skapast tómarúm í merk-
ingarmiði þeirra. Villt leita táknin síðan
að merkingu til að fylla upp í þetta tóm,
því við þolum ekki bókstafsmerkinguna
og þráum að finna henni samhengi.
Þetta minnir mjög á drauma og skynj-
unina sem ríkir í þeim. Draumar eru oft
órökrænir að vökuskilningi, en þó finn-
um við glöggt í draumi að honum stýra
undarleg rök, einhver þrá(hyggja), sem
við líka þráum að skilja. Þessvegna þrái
ég líka að skilja það ókunna tungumál
sem stjórnar atferli textans í ljóðum
Sjóns. Jafnvel í „Draumráðningum"
sínum gerir hann ekki annað en ítreka
annarleika þessa tungumáls, að ég held
vegna þess að ráðningin á sér sjálf stað í
draumi og lýtur lögmálum hans:
Ef þig dreymir að maríubjalla
. skríði út úr ermi hægri handar
þá muntu hitta mann með höfuð
úr grænmeti og þrjá teninga í
maganum
(23)
Stíll og sttelar
Það eru einmitt vísbendingar um
507