Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 103
Eyjan Matjora kvödd
ræðalega, daufum og hikandi rómi: Víst er þeim vorkunn . . . Líttu
bara á þá . . .
Darja hóf að útskýra mál sitt og hrærði á meðan með sleif í gums-
inu í fötunni. Rödd hennar gerði ýmist að lækka og mjókka þegar
hún beygði sig yfir vinnu sína eða hækka og verða frjálsari einsog
hún sveiflaðist til og stykki úr einu í annað:
— Hann er óttalegur rugludallur, þessi maður sem þú talar um.
Látum nú vera þótt hann rugli aðra, hann verður látinn svara til saka
fyrir það. En hann er búinn að rugla sjálfan sig svo rækilega að hann
sér ekki handa sinna skil. Það er einsog hann geri það viljandi að
snúa öllu við. Það sem hann vill ekki, það gerir hann. Ég er ekki ein
um að sjá þetta, augun í mér eru ekkert öðruvísi en í öðrum og þú
sérð þetta sjálfur, ef þú gáir. Gáðu bara, gáðu vandlega. Honum er
ekki hlátur í hug, hann er kannski gráti næst, en samt hlær hann,
hlær og hlær . . . Og talar . . . lýgur hverju orði, segir annað en það
sem hann vildi segja. En það sem honum býr í huga segir hann ekki,
um það þegir hann. Ef leið hans liggur í eina átt snýr hann viö og fer
í aðra. Seinna áttar hann sig, en þá skammast hann sín, reiðist sjálf-
um sér, og úr því að hann reiðist sjálfum sér reiðist hann öllum
heiminum. Svona er hann þver og snúinn. Svona mega menn ekki
haga sér, þeir mega ekki láta reka sig út í horn. Við lifum ekki svo
lengi, því skyldum við ekki lifa í sátt og samlyndi og skilja eftir góð-
ar minningar um okkur? Minningarnar muna allt, þær geyma allt,
missa ekki niður agnar ögn. Og seinna skiptir engu þótt þú gróður-
setjir blóm á leiðinu á hverjum degi, það vex þar ekkert nema þyrn-
ar. Æ, æ! — Darja andvarpaði aftur og allt í einu fylltist Andrei áður
óþekktri tortryggni í garð þessa andvarps. Kom það af sjálfu sér, til
að létta þyngslin fyrir brjóstinu eða notaði amma það til slóttugrar
áréttingar orða sinna? En hann greip ekki fram í fyrir henni og hún
hélt áfram:
— Heldurðu kannski að honum hafi ekki leiðst honum Petrúsku
hennar Katrínar, að leika fífl? Hann var enginn bjáni, ónei. Hann
vissi sjálfur að hann var bara að fíflast. En hann hætti ekki, það vildi
hann ekki, af tómri meinbægni. Hann hélt sínu striki, allt til enda.
En hvað kemur Petrúska málinu við? Enginn bjóst við neinu af
Petrúsku. Líttu heldur á alvarlega hugsandi mann, einhvern sem
493