Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Page 103
Eyjan Matjora kvödd ræðalega, daufum og hikandi rómi: Víst er þeim vorkunn . . . Líttu bara á þá . . . Darja hóf að útskýra mál sitt og hrærði á meðan með sleif í gums- inu í fötunni. Rödd hennar gerði ýmist að lækka og mjókka þegar hún beygði sig yfir vinnu sína eða hækka og verða frjálsari einsog hún sveiflaðist til og stykki úr einu í annað: — Hann er óttalegur rugludallur, þessi maður sem þú talar um. Látum nú vera þótt hann rugli aðra, hann verður látinn svara til saka fyrir það. En hann er búinn að rugla sjálfan sig svo rækilega að hann sér ekki handa sinna skil. Það er einsog hann geri það viljandi að snúa öllu við. Það sem hann vill ekki, það gerir hann. Ég er ekki ein um að sjá þetta, augun í mér eru ekkert öðruvísi en í öðrum og þú sérð þetta sjálfur, ef þú gáir. Gáðu bara, gáðu vandlega. Honum er ekki hlátur í hug, hann er kannski gráti næst, en samt hlær hann, hlær og hlær . . . Og talar . . . lýgur hverju orði, segir annað en það sem hann vildi segja. En það sem honum býr í huga segir hann ekki, um það þegir hann. Ef leið hans liggur í eina átt snýr hann viö og fer í aðra. Seinna áttar hann sig, en þá skammast hann sín, reiðist sjálf- um sér, og úr því að hann reiðist sjálfum sér reiðist hann öllum heiminum. Svona er hann þver og snúinn. Svona mega menn ekki haga sér, þeir mega ekki láta reka sig út í horn. Við lifum ekki svo lengi, því skyldum við ekki lifa í sátt og samlyndi og skilja eftir góð- ar minningar um okkur? Minningarnar muna allt, þær geyma allt, missa ekki niður agnar ögn. Og seinna skiptir engu þótt þú gróður- setjir blóm á leiðinu á hverjum degi, það vex þar ekkert nema þyrn- ar. Æ, æ! — Darja andvarpaði aftur og allt í einu fylltist Andrei áður óþekktri tortryggni í garð þessa andvarps. Kom það af sjálfu sér, til að létta þyngslin fyrir brjóstinu eða notaði amma það til slóttugrar áréttingar orða sinna? En hann greip ekki fram í fyrir henni og hún hélt áfram: — Heldurðu kannski að honum hafi ekki leiðst honum Petrúsku hennar Katrínar, að leika fífl? Hann var enginn bjáni, ónei. Hann vissi sjálfur að hann var bara að fíflast. En hann hætti ekki, það vildi hann ekki, af tómri meinbægni. Hann hélt sínu striki, allt til enda. En hvað kemur Petrúska málinu við? Enginn bjóst við neinu af Petrúsku. Líttu heldur á alvarlega hugsandi mann, einhvern sem 493
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.