Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Qupperneq 93
Karl í krapinu
Það strekktist á trossunum með braki, brestum og ískri . . . Einn
stólpinn gaf sig, trossan skarst inn í eitt hornið og söng í henni eins-
og balalækustreng. Einkennilegt að þetta skyldi heyrast gegnum gný
þriggja dráttarvéla sem lögðu fram alla sína járnkrafta. Efsti hluti
kirkjunnar brast . . . Veggurinn sem togað var í brotnaði allt í einu
eftir endilöngu . . . Hræðileg, svört gjá opnaðist í hvítan vegginn og
breikkaði óðum. Turninn hallaðist fram, hallaðist og steyptist loks
til jarðar.
Shúrygín sleppti kennaranum sem gekk burt frá kirkjunni án þess
að mæla orð af vörum.
Tvær af dráttarvélunum héldu áfram að skrapa jörðina með belt-
um sínum. Miðtrossan skarst inn í hornið og muldi nú í tilgangs-
leysi múrsteina úr tveimur veggjum og skarst æ dýpra inn í þá.
Shúrygín stöðvaði dráttarvélarnar. Þeir fóru að koma trossunum
fyrir á ný.
Fólkið hafði sig á brott. Eftir urðu þeir forvitnustu og krakkarnir.
Þremur stundum síðar var öllu lokið. Ekkert stóð uppi nema lág
grind með óreglulegum útlínum. Kirkjan var orðin að formlausu
hrúgaldi, rústum. Dráttarvélunum var ekið burt.
Sveittur og ataður ryki og kalki gekk Shúrygín inn í búðina til að
hringja þaðan í bústjórann.
— Jæja, þá er hún fallin! æpti hann glaðlega í tólið.
Bústjórinn skildi víst ekki hver var fallin.
— Kirkjan, maður! Það er búið, hún er fallin. Einmitt. Allt í
sómanum. Kennarinn var með eitthvert rövl . . . Hva! Þetta þykist
vera kennari, en er verra en nokkur kerling. Nei, nei, það er allt í
lagi. Hún hrundi með glæsibrag! Molnaði heilmikið, já, já. En þetta
er mest í kögglum, þrír, fjórir múrsteinar fastir saman. Ég veit ekki
hvernig við náum þeim í sundur . . . Eg reyndi með kúbeini, þetta
er þrælsterkt. Einsog brætt saman, það er hverju orði sannara! Jæja!
Vertu þá sæll! Það var ekkert.
Shúrygín lagði tólið á. Gekk til afgreiðslustúlkunnar sem hann
hafði oftar en einu sinni dregið fram úr rúminu um miðjar nætur
þegar gestir komu til að renna fyrir fisk og gerðust þaulsetnir heima
hjá verkstjóranum að veiðiferð lokinni.
— Sástu hvernig við fórum með kirkjuna? Shúrygín brosti, góður
með sig.
483