Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 93
Karl í krapinu Það strekktist á trossunum með braki, brestum og ískri . . . Einn stólpinn gaf sig, trossan skarst inn í eitt hornið og söng í henni eins- og balalækustreng. Einkennilegt að þetta skyldi heyrast gegnum gný þriggja dráttarvéla sem lögðu fram alla sína járnkrafta. Efsti hluti kirkjunnar brast . . . Veggurinn sem togað var í brotnaði allt í einu eftir endilöngu . . . Hræðileg, svört gjá opnaðist í hvítan vegginn og breikkaði óðum. Turninn hallaðist fram, hallaðist og steyptist loks til jarðar. Shúrygín sleppti kennaranum sem gekk burt frá kirkjunni án þess að mæla orð af vörum. Tvær af dráttarvélunum héldu áfram að skrapa jörðina með belt- um sínum. Miðtrossan skarst inn í hornið og muldi nú í tilgangs- leysi múrsteina úr tveimur veggjum og skarst æ dýpra inn í þá. Shúrygín stöðvaði dráttarvélarnar. Þeir fóru að koma trossunum fyrir á ný. Fólkið hafði sig á brott. Eftir urðu þeir forvitnustu og krakkarnir. Þremur stundum síðar var öllu lokið. Ekkert stóð uppi nema lág grind með óreglulegum útlínum. Kirkjan var orðin að formlausu hrúgaldi, rústum. Dráttarvélunum var ekið burt. Sveittur og ataður ryki og kalki gekk Shúrygín inn í búðina til að hringja þaðan í bústjórann. — Jæja, þá er hún fallin! æpti hann glaðlega í tólið. Bústjórinn skildi víst ekki hver var fallin. — Kirkjan, maður! Það er búið, hún er fallin. Einmitt. Allt í sómanum. Kennarinn var með eitthvert rövl . . . Hva! Þetta þykist vera kennari, en er verra en nokkur kerling. Nei, nei, það er allt í lagi. Hún hrundi með glæsibrag! Molnaði heilmikið, já, já. En þetta er mest í kögglum, þrír, fjórir múrsteinar fastir saman. Ég veit ekki hvernig við náum þeim í sundur . . . Eg reyndi með kúbeini, þetta er þrælsterkt. Einsog brætt saman, það er hverju orði sannara! Jæja! Vertu þá sæll! Það var ekkert. Shúrygín lagði tólið á. Gekk til afgreiðslustúlkunnar sem hann hafði oftar en einu sinni dregið fram úr rúminu um miðjar nætur þegar gestir komu til að renna fyrir fisk og gerðust þaulsetnir heima hjá verkstjóranum að veiðiferð lokinni. — Sástu hvernig við fórum með kirkjuna? Shúrygín brosti, góður með sig. 483
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.