Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 116
Tímarit Máls og menningar
menningarlífi sé slík að gaman væri að
skrifa um hana sem einn allsherjar-
gjörning. Slíkt er ekki á mínu færi. Eg
hef „bara“ lesið þessi orð sem ljóð. Eg
hef verið einn með þeim á íhugulum
vetrarkvöldum (og reyndar líka í
strætó og við matarborðið á sólbjörtum
sumarmorgni) — er ég kannski að
svíkja einhvern byltingaranda í þessum
ljóðum með því að skrifa um þau á
þessum forsendum? Er þetta ein svika-
myllan á vegum bókmenntastofnunar-
innar: virt forlag gefur út úrval neðan-
jarðarljóða á fínni bók og svo eru þau
gagnrýnd eins og um „venjuleg" skáld-
verk væri að ræða? Er þar með búið að
koma undirheimasköpun Sjóns upp á
yfirborðið og farið að þoka henni inn í
hefðarveldi íslenskra bókmennta?
Hér er nauðsynlegt að kippa fótun-
um undan tveimur goðsögnum. Maður
er aldrei einn með ljóði. I ljóðinu eru
leifar af ótal öðrum textum og að sama
skapi er fjöldi manns að lesa ljóðið yfir
öxlina á okkur þótt við höldum okkur
vera að finna í því merkingu sem er sér-
eign okkar. Ennfremur verður ekki
komist undan bókmenntastofnuninni,
því það er hún sem gerir okkur fært að
lesa ljóðið. En sem betur fer eru til
skáldverk sem berjast gegn stöðnun
þessarar stofnunar og fremja jafnvel á
henni skemmtileg skemmdarverk. Sum
ljóða Sjóns heyra til slíkra skemmdar-
verka og fyrst ég hef kosið að skrifa um
þau ritdóm verð ég að reyna að sýna
róttækum módernisma þessara orða-
gjörninga trúnað.
Villtur texti
Leið hins lýríska texta hefur legið frá
náttúrunni og sveitinni, um torg borg-
arinnar, í senn lífiðandi og auðnarleg,
inn á vitundarvegi mannsins, til þeirrar
„menningar" er virtist fjærst „náttúr-
unni“. Þar er enn ófarið um blindgötur
undirvitundar og hvar skyldi maður/
ljóð koma út aftur? Hvar, nema í nátt-
úrunni. En þó ekki í sveitinni.
Sjón er náttúruskáld. Skáld kynþrótt-
ar, vissulega, en þó ekki síður smálegs
augnayndis. Smávinir fagrir, foldarskart
— Sjón er viss Jónas í samtímaskáld-
skap okkar, Sjónas, og er þá ekki átt við
hversu hátt hann rís, heldur er hann
sájónas sem við eigum kost á nú á dög-
um.
En er hann Jónas á villigötum? Getur
verið að sjón sé rangnefni? Ekki ber á
öðru; fyrsta ljóðinu lýkur með þessum
orðum: „Hvert stefnir?/ég geng eftir
glerbrúnni." (7). Ljóðmælandinn er
villtur. Líkt og annað skáld, Gyrðir El-
íasson, yrkir Sjón iðulega um gler. Þótt
þetta séu ólík skáld eru þau í gler(á)
huga sínum bæði meðvituð um brot-
hættu orða og ljóða í þeim glerfína úr-
gangskúltúr sem sumir telja að við
sökkvum nú æ dýpra í með sælubros á
vör.
Glerið er skermur orðanna sem að-
skilur okkur frá hlutunum „sjálfum“,
en um leið er gler merkingarljóri orða
og boðskiptabrú á milli okkar. Við lif-
um á tækniöld sem hefur orðið æ „sjón-
rænni“. Að sjá er talið vera það sama og
að skilja, og glerið er fínpússað þannig
að við gleymum tilvist þess. — Gyrðir
Elíasson er skáld á bakvið maríugler,
sem er ekki fullgegnsætt og hlífir hon-
um fyrir ofljósri merkingu; hann fer
jafnframt varfærnislega með glerið, því
þegar það brotnar sker það djúpt í við-
kvæmt hold og ofurnæmt geð.
Sjón hikar hins vegar ekki við að
splundra glerinu. I Ijóðinu „Svefnrof"
eru skyndilega „ekkert nema fiskar í
veggjunum“ og „hann“ leggur „aðra
506