Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 69
Hláka, frosthörkur, endurskobun Þegar „hlákan" fór af stað á sjötta áratugnum tengdist hún eins og eðli- legt var spurningunni um sjálfstæði bókmennta. Khrúsjov hafði á flokks- þingi talað um fjöldahandtökur á saklausu fólki, lögleysur, stórfelld og mannskæð mistök í stríðinu gegn Hitler — og tortímandi valdníðslu sem beitt var til að koma á samyrkjubúskap í sveitum. Bókmenntirnar höfðu ekkert haft til þessara mála að leggja, þær voru bundnar í báða skó af rit- skoðuninni. Hvernig átti að tryggja að þær gætu sjálfar borið fram „vanda- mál til umræðu“, eins og Brandes kvað forðum, tekið sér frumkvæði svo um munaði? I svörum við þeirri spurningu skiptust bókmenntamenn í andstæðar fylkingar. Annarsvegar fóru þeir, sem voru áfram sáttir við að sveigja rit- störf sín undir pólitískar þarfir hvers tíma — og láta þá Flokkinn í raun ráða því hve langt yrði gengið í hverju viðkvæmu máli. Sumir voru blátt áfram haldnir ótta við frelsið, sem gæti kannski leitt til „borgaralegrar úr- kynjunar“ eða „atburða eins og í Ungverjalandi" svo vitnað sé í ummæli eins helsta íhaldsmannsins, Vsévolods Kotsjetovs. I annan stað gátu safnast í þennan hóp menn, sem vildu fá að vera í friði með sína auðveldu meðal- mennsku fyrir strangari listrænum kröfum. Sá sami Kotsjetov komst svo að orði í einu helsta málgagni íhaldsmanna, tímaritinu Oktjabr: Það skiptir mestu að gera gagn, í átakahryðjum er einatt betra að fá heitt te en dýrlegar krásir. I tímaritinu Novyj mír þar sem mörg merkustu verk þessara ára birtust fyrst, hafði ritstjórinn, Alexandr Tvardovskí, skapað samstöðu um og vettvang fyrir önnur viðhorf. I fáum orðum sagt þau, að ef bókmennt- irnar ætluðu sér að sinna með sóma þeim miklu verkefnum, sem allir voru sammála um að úthluta þeim, þá mætti hvergi slaka á heiðarleika gagnvart veruleikanum né heldur listrænum kröfum. Og rithöfundar áttu ekki að bíða eftir pöntun frá stjórnvöldum eða leyfi til að fjalla um feimnismál samfélagsins, heldur ganga á undan með djörfu fordæmi. Þessi viðhorf skil- uðu allgóðum árangri um og eftir 1960, meðal annars vegna þess að ber- sögli Khrúsjovs sjálfs hafði ruglað ritskoðunina í ríminu, sú góðkynjaða óreiða stækkaði svið málfrelsisins um stund. Fram kom ný kynslóð ljóðskálda. Þau umgengust efnivið sinn með miklu persónulegri hætti en fyrirrennarar þeirra, til dæmis Andrei Voznés- enskí, sem hrærði saman af hugvitssamlegu fjöri tæknilegum stórtíðindum aldarinnar, sögulegum minnum og grófu tali almenningsfarartækjanna í viðleitni sinni til að „berjast fyrir mannssálinni" á tvísýnni öld. Jevgení Jevtúshenko varð frægastur þessara skálda, og hann hafði mikil áhrif á það, að skáldskapurinn var ekki lengur eins og ganga eldhressra og marksæk- inna manna um hvíldar- og skemmtigarð hins góða samfélags. Jevtúshenko var ekki feiminn við að játa á sjálfan sig og sína kynslóð efasemdir og 459
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.