Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 69
Hláka, frosthörkur, endurskobun
Þegar „hlákan" fór af stað á sjötta áratugnum tengdist hún eins og eðli-
legt var spurningunni um sjálfstæði bókmennta. Khrúsjov hafði á flokks-
þingi talað um fjöldahandtökur á saklausu fólki, lögleysur, stórfelld og
mannskæð mistök í stríðinu gegn Hitler — og tortímandi valdníðslu sem
beitt var til að koma á samyrkjubúskap í sveitum. Bókmenntirnar höfðu
ekkert haft til þessara mála að leggja, þær voru bundnar í báða skó af rit-
skoðuninni. Hvernig átti að tryggja að þær gætu sjálfar borið fram „vanda-
mál til umræðu“, eins og Brandes kvað forðum, tekið sér frumkvæði svo
um munaði?
I svörum við þeirri spurningu skiptust bókmenntamenn í andstæðar
fylkingar. Annarsvegar fóru þeir, sem voru áfram sáttir við að sveigja rit-
störf sín undir pólitískar þarfir hvers tíma — og láta þá Flokkinn í raun
ráða því hve langt yrði gengið í hverju viðkvæmu máli. Sumir voru blátt
áfram haldnir ótta við frelsið, sem gæti kannski leitt til „borgaralegrar úr-
kynjunar“ eða „atburða eins og í Ungverjalandi" svo vitnað sé í ummæli
eins helsta íhaldsmannsins, Vsévolods Kotsjetovs. I annan stað gátu safnast
í þennan hóp menn, sem vildu fá að vera í friði með sína auðveldu meðal-
mennsku fyrir strangari listrænum kröfum. Sá sami Kotsjetov komst svo að
orði í einu helsta málgagni íhaldsmanna, tímaritinu Oktjabr: Það skiptir
mestu að gera gagn, í átakahryðjum er einatt betra að fá heitt te en dýrlegar
krásir. I tímaritinu Novyj mír þar sem mörg merkustu verk þessara ára
birtust fyrst, hafði ritstjórinn, Alexandr Tvardovskí, skapað samstöðu um
og vettvang fyrir önnur viðhorf. I fáum orðum sagt þau, að ef bókmennt-
irnar ætluðu sér að sinna með sóma þeim miklu verkefnum, sem allir voru
sammála um að úthluta þeim, þá mætti hvergi slaka á heiðarleika gagnvart
veruleikanum né heldur listrænum kröfum. Og rithöfundar áttu ekki að
bíða eftir pöntun frá stjórnvöldum eða leyfi til að fjalla um feimnismál
samfélagsins, heldur ganga á undan með djörfu fordæmi. Þessi viðhorf skil-
uðu allgóðum árangri um og eftir 1960, meðal annars vegna þess að ber-
sögli Khrúsjovs sjálfs hafði ruglað ritskoðunina í ríminu, sú góðkynjaða
óreiða stækkaði svið málfrelsisins um stund.
Fram kom ný kynslóð ljóðskálda. Þau umgengust efnivið sinn með
miklu persónulegri hætti en fyrirrennarar þeirra, til dæmis Andrei Voznés-
enskí, sem hrærði saman af hugvitssamlegu fjöri tæknilegum stórtíðindum
aldarinnar, sögulegum minnum og grófu tali almenningsfarartækjanna í
viðleitni sinni til að „berjast fyrir mannssálinni" á tvísýnni öld. Jevgení
Jevtúshenko varð frægastur þessara skálda, og hann hafði mikil áhrif á það,
að skáldskapurinn var ekki lengur eins og ganga eldhressra og marksæk-
inna manna um hvíldar- og skemmtigarð hins góða samfélags. Jevtúshenko
var ekki feiminn við að játa á sjálfan sig og sína kynslóð efasemdir og
459