Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 40
Tímarit Máls og menningar karl varð sjötugur árið 1949 lét hver einasti maður til sín heyra sem ríma kunni, annað eins bruðl með hin sterkustu lofsyrði hefur aldrei þekkst. Sumum skáldum hefur áreiðanlega verið þvert um geð að taka þátt í þeim leik — eins og til dæmis hinni ofsóttu skáldkonu Onnu Akhmatovu. Einkasonur hennar hafði um þessar mundir verið handtekinn í þriðja sinn og Stalínkvæði hennar verða ekki skilin nema sem örvæntingarfull tilraun móður til að blíðka Valdið. Þar segir meðal annars: Hann heyrir þakkláta rödd fólksins sem kveðst vera komið til að segja: Stalín er frelsi friður og mikilleiki jarðar. Aðrir, og þá ekki síst yngri skáld, hafa vafalaust gengið án sérstakra fyr- irvara á vald aðdáuninni á manni, sem allir kepptust við að þakka það að Sovétríkin voru orðin sigursælt og voldugt stórveldi. Eins og til að mynda Alexandr Tvardovskí, sem orti um það undur, að þegar Stalín mælir orð af vör, þá finnst okkur að við höfum sjálf hugsað það sama og rétt átt það ósagt. Skýringin er þessi: Sjáðu í þessu þína sönnu gæfu: sannarlega ertu hvunndagsmaður en þú ert lífs með lifendum um aldir — þú átt hlut í snilligáfu Stalíns. Svo dó Stalín vorið 1953 og þá voru ort erfiljóð mörg. Tvardovskí kvaðst ekki eiga orð til að lýsa hinni miklu sorg allrar þjóðarinnar, en, segir hann að lokum: Ég á Flokkinn trúi og treysti hann er okkur stoð og stytta. Alexandr Tvardovskí átti nokkrum árum síðar eftir að gegna mikilvægu hlutverki í viðleitni höfunda og menningarvita sem mest var í spunnið til að koma sovésku menningarlífi út úr ógöngum þeirrar ísaldar sem nú síðast var lýst. Og eftir á að hyggja: slík ísöld drepur aldrei hverja jurt, hversu grimm sem hún er. Undir lok sögu Pasternaks um Doktor Zhivago segir: „Það birti ekki, frelsun fylgdi ekki í kjölfar sigursins eins og menn bjuggust við — engu að síður bárust forboðar frelsis um loftin öll eftir- stríðsárin og voru reyndar hið eina sögulega inntak þeirra." N. 430
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.