Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 40
Tímarit Máls og menningar
karl varð sjötugur árið 1949 lét hver einasti maður til sín heyra sem ríma
kunni, annað eins bruðl með hin sterkustu lofsyrði hefur aldrei þekkst.
Sumum skáldum hefur áreiðanlega verið þvert um geð að taka þátt í þeim
leik — eins og til dæmis hinni ofsóttu skáldkonu Onnu Akhmatovu.
Einkasonur hennar hafði um þessar mundir verið handtekinn í þriðja sinn
og Stalínkvæði hennar verða ekki skilin nema sem örvæntingarfull tilraun
móður til að blíðka Valdið. Þar segir meðal annars:
Hann heyrir þakkláta rödd
fólksins sem kveðst vera komið
til að segja: Stalín er frelsi
friður og mikilleiki jarðar.
Aðrir, og þá ekki síst yngri skáld, hafa vafalaust gengið án sérstakra fyr-
irvara á vald aðdáuninni á manni, sem allir kepptust við að þakka það að
Sovétríkin voru orðin sigursælt og voldugt stórveldi. Eins og til að mynda
Alexandr Tvardovskí, sem orti um það undur, að þegar Stalín mælir orð af
vör, þá finnst okkur að við höfum sjálf hugsað það sama og rétt átt það
ósagt. Skýringin er þessi:
Sjáðu í þessu þína sönnu gæfu:
sannarlega ertu hvunndagsmaður
en þú ert lífs með lifendum um aldir —
þú átt hlut í snilligáfu Stalíns.
Svo dó Stalín vorið 1953 og þá voru ort erfiljóð mörg. Tvardovskí kvaðst
ekki eiga orð til að lýsa hinni miklu sorg allrar þjóðarinnar, en, segir hann
að lokum:
Ég á Flokkinn trúi og treysti
hann er okkur stoð og stytta.
Alexandr Tvardovskí átti nokkrum árum síðar eftir að gegna mikilvægu
hlutverki í viðleitni höfunda og menningarvita sem mest var í spunnið til
að koma sovésku menningarlífi út úr ógöngum þeirrar ísaldar sem nú síðast
var lýst. Og eftir á að hyggja: slík ísöld drepur aldrei hverja jurt, hversu
grimm sem hún er. Undir lok sögu Pasternaks um Doktor Zhivago segir:
„Það birti ekki, frelsun fylgdi ekki í kjölfar sigursins eins og menn
bjuggust við — engu að síður bárust forboðar frelsis um loftin öll eftir-
stríðsárin og voru reyndar hið eina sögulega inntak þeirra."
N.
430