Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Qupperneq 66
Tímarit Máls og menningar fjalla ég um skáldið og náttúrufræðinginn Snorra Björnsson í sérstökum hluta aftan við ævisöguna. Upplýstir og rómantískir nítjándu aldar menn hrifust lítið af framlagi Snorra til menningarsögunnar og því hefur hlutverk hans ekki verið metið sem skyldi. Við höfum ekki enn, þótt 21. öldin sé brátt að renna upp, náð að hrista af okkur menningarsmekk nítjándu aldar og meta framlag þeirra átjándu á hlutlægan hátt. Hvers vegna hefur framlag Snorra til menningarsögunnar tæpast þótt vert neinnar athygli? Eftir að rímnakveðskapur fór úr tísku og var niður- lægður af bókmenntafrömuðum sem boðuðu nýja tíma var ekki lengur virðingarvert að vera eitt helsta rímnaskáld átjándu aldar. Fínir menn gretta sig enn og segja, er þetta ekki bölvað óskiljanlegt einskisvert hnoð? En höf- um við efni á því að leggja gildismat samtímans á bókmenntir sem áttu hug þjóðarinnar um aldir? Skiptir ekki máli að líta á gildi þeirra í ljósi þeirrar tíðar sem naut þeirra? Og hið búrleska leikrit Sperðill, þjóðfélagsádeila í skrípabúningi, þótti ekki vert neinnar athygli á rómantískum tímum sem boðuðu ljóðrænu og fágun. Því hefur þetta stutta leikrit ekki verið prentað, þótt það sé fyrsta leikrit á íslenska tungu. Er það ekki pínulítið menningar- hneyksli fyrir menningarþjóð? Og þótt Snorri hafi brotið blað í íslenskri náttúrufræði með því að endurskoða náttúrufræði Jóns lærða og skrifa sjálfstæða kafla um hvali, fiska, fugla og fleira leggur Þorvaldur Thorodd- sen sig varla niður við að minnast á þau skrif, því þau séu blönduð kerl- ingabókum og hjátrú. En eru ekki að koma þeir tímar að við getum einmitt sýnt náttúrufræði hans áhuga vegna þess að hún sé blönduð kerlingabókum og hjátrú? Snorri er síðasti náttúrufræðingurinn fyrir upplýsingaröld, skrif- ar náttúrufræði í endurreisnarstíl óspillta af vísindalegri hugsun: Þar er Aradalur inni í landi, loðsilungar og öfuguggar synda í vötnum og hvera- fuglar á sjóðandi hverum, og dularfullar grænar eyjar og goðsögulegir hval- ir eru enn á landakortinu. Og hann er svo fastur í hinni gömlu heimsmynd yfirnáttúrlegra fyrirbæra að hann segir frá náttúrunnar illkunnendum sem lífgi hinn illa hrökkál til illskuverka úr dauðum ljósálum, og fremji þennan galdur í volgu vatni. Já, það má finna sönnun þess í skjölum og skrifum Snorra sjálfs, að hann sem í þjóðsögum er kallaður galdramaður var vel næmur á það sem vís- indaleg hugsun kallar yfirnáttúrlegt. Hann skrifar upp spátexta um áhrif reikistjarna og verkan höfuðskepnanna, náttúrufræðitexti hans er uppfullur af yfirnáttúrlegum furðuhlutum, hann yrkir sálma handa sturluðum sem kveða niður ásókn djöfla og púka. Fróðlegt hefur verið í Snorrasögu að tengja og bera saman þjóðsögur um hann og sambærilegar upplýsingar úr áþreifanlegri heimildum. Auðvitað þarf að gera svipaðar rannsóknir á öðr- um þjóðsagnapersónum til að komast að niðurstöðum sem hafa almennt 464
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.