Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 11
SKÁLDIÐ OG HEIMURINN sig: „Ég veit ekki“ hefði hún líklega orðið efnafræðikennari í einhverjum heimavistarskóla fyrir ungar stúlkur af góðum ættum og helgað þeirri vinnu - í alla staði heiðarlegri og virðingarverðri - líf sitt. En hún sagði við sjálfa sig aftur og aftur: „Ég veit ekki“ og það voru þau orð sem fleyttu henni til Stokkhólms í tvígang, þar sem fólk með óstýrilátan og leitandi huga fær Nóbelsverðlaun. Skáld verður líka, sé það raunverulegt skáld, sífellt að segja við sjálft sig: „Ég veit ekki“. Með hverju kvæði reynir skáldið að finna lausn á gátu, en um leið og það setur punkt affan við fyllist skáldið efasemdum á nýjan leik. Það sér að lausnin var í eðli sínu bundin aðstæðum, svarið engan veginn tæm- andi. Skáldið reynir því affur og affur og með tímanum safna bókmennta- fræðingarnir saman öllum þessum heimildum um óánægju skáldsins með sjálft sig og kalla „höfundarverk“ ... Það kemur fýrir að mig dreymir aðstæður sem aldrei munu verða að veruleika. Ég get til dæmis verið svo ósvífin að ímynda mér að ég tali við Prédikarann, hann sem skrifaði þennan áleitna harmsöng yfir hinu hégóm- lega í fari okkar og gerðum. Ég myndi hneigja mig djúpt fyrir honum, hann er jú eitt af allra bestu skáldum, að minnsta kosti í mínum huga. En síðan myndi ég grípa hönd hans og segja: „„Ekkert er nýtt undir sólinni“, skrifar þú, Prédikari góður. En þú fæddist sjálfur nýr undir sólinni. Og hið mikla ljóð sem þú hefur skrifað er einnig nýtt undir sólinni, því enginn hafði skrifað það áður. Og allir lesendur þínir eru nýir undir sólinni, því enginn gat lesið ljóðið á undan þér. Og sýprustréð sem þú situr undir hefur ekki heldur sömu lögun og í upphafi. Hún hefur orðið önnur vegna annars sýprustrés sem líktist þínu, en var ekki alveg eins. Og mig langaði líka til að spyrja þig, Prédikari góður, hvað ætlar þú nú að skrifa nýtt undir sólinni? Verður ffamhald á hugsunum þínum eða hefurðu fyllst löngun til að mótmæla sjálfum þér í einhverju? í ljóði þínu bentirðu líka á gleðina, hverfula vissulega, en hvað svo? Fjallar það kannski um gleðina, þitt nýja ljóð undir sólinni? Hefurðu skrifað eitthvað niður, uppkast? Því varla ætlarðu að segja: „Ég hef skrifað allt og hef engu við að bæta.“ Þannig getur ekkert skáld í heiminum talað, allra síst stórskáld eins og þú.“ Heimurinn - hvað svo sem við hugsum um hann, í undrun okkar yfir mikilfengleika hans og eigin vanmætti, í biturleika okkar vegna miskunnar- leysis heimsins gagnvart þjáningum hins einstaka, mannsins og dýranna og kannski plantnanna, því hver getur verið viss um að jurtirnar þjáist ekki; hvað svo sem við hugsum um geiminn, víðátturnar umhverfis heiminn, upplýstar af skini stjarnanna þar sem menn hafa nýlega uppgötvað plánetur, nú þegar dauðar? Enn dauðar? Þetta vitum við ekki; hvað svo sem við hugsum um þetta stórkostlega leikhús, að hverju við höfum vissulega að- TMM 1997:2 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.