Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 34
JÚN YNGVI JÓHANNSSON ensku. Það var ekki víða, en ein- hvernveginn grunar mig að enska hafi stundum verið honum tamari, einkum síðla kvölds og snemma nætur. Ég hef lagt mig fram um að vera trúr handritinu og haft til fyrir- myndar þá landa okkar sem forðum settu Sögurnar á skinn, þótt ekki ætli ég mér þá dul að bera mig saman við þá. Stundum er það svo, að mér þykja orð hans hefðu allt eins getað runnið úr mínum eigin penna: það er eins og ég hafi skrifað þau sjálfur og eng- inn annar komið nærri. (15) [. . .] þegar það hefur hvarflað að mér að fara á fund sonar hans eða stúlkunnar sem bjó hjá honum. Gættu þín, hef ég sagt upphátt við sjálfan mig: þú ert of gagntekinn af þessum skrifum. Hvað um það; þau hafa verið mér kærkomin tilbreyting frá bréfaskrift- um um niðursuðuvörur og tóbak. Þau hafa stytt mér stundir og verið mér félagi á hlýjum kvöldum úti á svölum, þar sem við sátum svo oft áður en hún fór. Ég er að því kominn að ljúka við bók, hvísla ég. Heila bók. Ætti ég ekki að vera Pétri Péturssyni þakklátur? Nú er sumarið að líða [...] (16) [...] when entertaining the notion of contacting his son or the girl who lived with him. Now the summer is drawing to a close and the last heat wave is passing over the city. (12) Hér hafa orðið ansi miklar breytingar á, fyrra dæmið sýnir mikið stytta efnisgrein, og í því síðara hefur heil efhisgrein verið numin brott. Það sem vekur athygli er að þessar breytingar miða báðar að því að minnka vísanir til skrifa og til sögumannsins sem rithöfundar. Lýsingin á verklagi hans er skorin burt, sömuleiðis vísunin í ritara íslendingasagna og í seinna dæminu, sem er alveg horfið í ensku gerðinni, hverfur fögnuður sögumannsins yfir að hafa tekist að skrifa bók. Þessi breyting skýrist eins og margt annað af flutningnum milli bókmenntakerfa. Sá íslenski sögumaður sem birtist á síðum Fyrirgefningar syndanna má kallast erkitýpa í íslenskri skáldsagnagerð síðustu áratuga: miðaldra maður í tilheyrandi krísu sem vinnur ófrjóa vinnu, jafnvel við einhverskonar textagerð, en átti áður rithöfundardrauma. Þessi 32 TMM 1997:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.