Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 51
SIÐALÖGMÁL BECKETTS þess hvernig líkaminn sem skrifaði þær gengur, talar, þegir, birtist, hverfur. Við erum sumsé andfætis hinni venjulegu boðun: rithöfundurinn kann að vera mikill og snjall, en þegar allt kemur til alls er hann maður á borð við aðra, með asnastrikum sínum, veikleikum, afkáraskap, löstum, smásálar- skap, taugaveiklun og á stundum, skepnuskap. Bernold byrjar á því að vekja athygli á hinni miklu og augljósu fegurð Becketts. En þessi fegurð finnur strax móthverfu sína í einkennilegum „hæfileika til útstrokunar“. Hér er frægur maður, heimsþekktur, Nóbelshafi í bókmenntum sem virðist eiga „undarlega auðvelt með að vera ekki neitt“. Á sínum fyrsta fundi þegja þeir í klukkustund: „Mig minnir að við höfum lotið ívið fram til að leggja eyrun við djúpum andardrætti þessarar þagnar.“ Strax hér athöfn sem er yndislega og fruntalega andfélagsleg. í hönd fer vinátta, það er að segja ævintýri þar sem tími og rúm fá, að því er virðist, að njóta sín á eigin forsendum. Hvað táknar að eiga stefnumót út af engu? Án þess að hafa væntingar um eitt eða neitt? Hvaða merkingu hefur að skiptast á tveimur nærverum út í bláinn? Til þess eins að vera til staðar? „Vinátta, skrifar Bernold, er spurning um raddblæ.“ Já, einmitt, það er um músik sem málið snýst. Spurningunni: „Af hverju skrifið þér?“ svaraði Beckett einn daginn á þessa lund: „Eina sem ég kann.“ Og öðru sinni („Hvað hefðuð þér fengist við ef þér hefðuð ekki gerst rithöfundur?“): „Ég hefði hlustað á tónlist.“ Bernold skrifar: „Þegar hann var kominn fast að áttræðu, tók hann aftur til við píanóleik, lét fingurna um að ráða fram úr tiltekinni sónötu eftir Haydn, „það kemst ekkert annað að“, áréttaði hann. „Tíminn líður . .. það er dásamlegt... og svo fallegt.““ Fyrsta staðhæfing: Beckett hætti ekki að vinna þótt hann væri ekki að gera neitt. „Hann var á höttunum effir hinu mögulega, að sjá við vananum, hafna öllu sem kæmi ósjálfrátt“. í staðinn fyrir blaður eða jórtrun á viðteknum skoðunum, var honum kappsmál, þó án rembings, að hugsa ekkert alvana- legt eða utanaðbókarlært. Ekkert sjálfsprottið hugarflæði hér: kúpla sig yfirvegað frá, hnika til hinu staðnaða. ,Ákveðin tegund af bölsýni, glaðbeitt, samfléttuð kímni helst í hendur við sveigjanleika, myndar list sveigjanleik- ans. Framvegis er ekkert jafn frumlegt og háðið og hinn uppljómaði föru- nautur þess: góðvildin. „Ég spyr mig hvenær sólarhringsins Joyce hafi skrifað, segir Beckett. Ugglaust að næturlagi.“ Hver stund er innri viðburður, tilgáta, brot úr röksemdafærslu, möguleiki á frásögn. Ekkert ber til tíðinda, ekkert virðist hafa átt sér stað, og samt ómar allt og hljómar, áreynslulaust. Þegar því er lokið, er því lokið, maður pakkar saman, snýr sér öðru: „Enginn var jafn víðs fjarri áður en hann fór.“ Engin óþolinmæði, engin reiði („ósam- þykki sitt tjáði hann ekki í orðum, það gagntók hann frá hvirfli til ilja“), TMM 1997:2 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.