Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Page 104
RITDÓMAR sjálfstúlkun í rituðu máli. Það var ekki fyrr en með endurreisninni sem skil- yrði skópust að nýju fyrir ritun per- sónulegra sjálfsæfisagna og er stund- um sagt að sjálfið hafi þá verið uppgötvað að nýju“. Það er nú það. En hvað þá með Guibert af Nogent og Pétur Abelard sem báðir sömdu gagnmerkar og í hæsta máta per- sónulegar sjálfsæfisögur á fyrri hluta 12. aldar? Ljóst er að þetta yfirlit stenst mjög illa. Nú mætti tína fleiri slíkar alhæfingar út úr þessu bindi bókmenntasögunnar, og ef þær skyldu nú samt reynast réttar eft ir allt saman, hvað myndu þær þá segja okkur um viðkomandi greinar íslenskra bókmennta? Þær myndu ekki segja okk- ur mikið að gagni, það er nú meinið. Það bætir ekki miklu við þekkinguna á ís- lenskum sjálfsæfisögum á 18. öld að renna sér á einhverjum bókmenntaleg- um rúlluskautum aftur til Ágústínusar og þaðan gegnum miðaldir og endur- reisnartímann með viðkomu í guðspjöll- unum, nema ef hægt væri að sýna fram á að „Játningar“ Ágústínusar hefðu leitt t.d. séra Jón Steingrímsson til nær- kvæmara skilnings á sjálfum sér. Það virðist ekki vera. En við rannsóknir á slíku þyrffi reyndar að beita öðrum að- ferðum en alhæfingum. Svo er nefnilega að sjá sem yfirgrips- miklar alhæfingar geti á einhvern hátt orðið þröskuldur í vegi fyrir að menn rannsaki stundlegar stefnur og strauma í bókmenntum og menningarlífi, víxl- verkanir þeirra og árekstra: þetta tvennt fer illa saman, og er það m.a. þess vegna sem sagt hefur verið að viðhorf Foucaults gangi þvert á sagnfræði. En til þess að fást við vandamál tímabilsins sem þetta bindi bókmenntasögunnar fjallar um er það að mínu áliti fyrst og fremst þessi síðari leið sem er líkleg til að bera árangur. I kaflanum um upplýsingaröldina er sagt allrækilega frá merkilegum ágrein- ingi Hannesar Finnssonar og Eggerts Ólafssonar í kringum 1765: „Sá fyrri leit- aði ekki fyrirmynda í fornöldinni heldur hjá forvígismönnum samtímans enda taldi hann að einangrunin stæði þjóð- inni helst fýrir þrifum. Að dómi hans hlutu íslendingar að tengjast hugsunar- lífi annarra þjóða, siðum þeirra og lífs- háttum, hvað sem leið sögulegri arfleifð og þjóðernissérkennum; ganga átti út frá veruleika samtímans en ekki ímyndaðri fortíð. Eggert var á hinn bóginn hug- fanginn af fornöld þjóðarinnar. Menn áttu að semja sig að háttum forfeðranna, taka upp siði þeirra og venjur, auk þess sem færa þurfti tungumálið til forns talsmáta" (bls. 77). Nú ætla ég svo sem ekki að reyna að velta fýrir mér spurningum sem höfund- ur þessa kafla hefur ekki borið upp og því síður reynt að svara. En menn geta þó leitt hugann að því hvort þessir heiðurs- menn tveir, Hannes og Eggert, séu ekld á einhvern hátt að bergmála umræður samtímans á Vesturlöndum. Ef svo er, hefur þessi ágreiningur talsvert aðra merkingu en nútímamenn gætu haldið og gefið er í skyn með orðanna hljóðan í bókmenntasögunni. Þetta atriði varpar kannske ljósi á það sem sagt hefur verið hér á undan, og er ómaksins vert að huga nánar að því. Þessar umræður hófust með því sem Frakkar kalla „deilur fornaldarsinna og nútíðarsinna“ en Englendingar „bóka- bardagann": þær gusu fýrst upp á Ítalíu snemma á 17. öld, bárust síðan fram og aftur milli landa, náðu hámarki í lok ald- arinnar og þögnuðu svo í bili í byrjun 18. aldar. Deilurnar stóðu um það, eins og franska heitið gefur til kynna, hvort nú- tímamenn væru eftirbátar fornmanna í Grikklandi og Rómaveldi í bókmennt- um, listum og öðru eða hvort fornmenn hefðu í rauninni verið hálfgerðir villi- menn að nokkru leyti og nútímamenn væru komnir langt fram úr þeim. Þetta hljómar mjög skýrt, að því er virðist, en það er blekking, því að deilurnar voru háðar á forsendum sem okkur eru nú mjög framandi. Á þessum tíma álitu 102 TMM 1997:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.