Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Qupperneq 52
A.S. Byatt
Ökklar Medúsu
Hún leit þar inn dag einn vegna þess að hún sá rósrauðu nektarmynd-
ina í gegnum gluggarúðuna. Skrítið, hugsaði hún, að vera með þessa
mikilfenglegu og margslungnu veru sem teygði munaðarlega úr sér
fyrir ofan fatahengið, þar sem hefði mátt búast við starandi augnaráði
sýningarstúlku, silfruðu og þóttafullu eða gljásvörtu og tryllingslegu.
Nú á dögum voru þær alltaf stúlkur, ekki konur. Rósrauða nektar-
myndin var hreinn flatur litur, en massi var það sem gefið var í skyn.
Hún var með miklar lendar og stórkostlegt hné sem lyft var letilega
hátt upp. Hún var með kringlótt brjóst, tilbrigði við form hringsins,
hugleiðingar um holdið og fellingar þess.
Varfærnislega bað hún um klippingu og blástur. Hann klippti hana
sjálfur, Lúsían hjá Lúsían, grannvaxinn og mjúkur í hreyfmgum, líkur
balletútgáfu af Hamlet, með hvítar púffermar í þröngum svörtum
buxum. Eftir fyrstu heimsóknirnar voru það buxurnar sem hún
mundi eftir, frekar en andlitið á honum, sem hún sá eingöngu í spegl-
inum á bakvið sitt eigið og sem hún, miðaldra konan, kom sér hjá að
skoða. Samband konu við hárgreiðslumeistara sinn er í líkamlegu til-
liti skrítið. Andlit hennar er í sömu hæð og belti hans, andardráttur
hennar leikur um lendar hans, andlit hans er langt í burtu, hátt uppi og
fyrir aftan hana. Andlit Lúsíans var lokað og minnti á munk, frekar
laglegt, fannst henni, undir mjúksléttu, dökku hári, gljáandi af heil-
brigði, án hárfeiti, eða svo var að sjá.
„Ég er hrifin af Matisse-myndinni,“ sagði hún í fyrstu heimsókn-
inni.
Hann virtist ekki skilja hana.
„Bleiku nektarmyndinni. Ég er afskaplega hrifm af henni.“
„Ó, hún, ég sá hana í búð. Mér fannst hún fara svo vel við litina sem
ég ætlaði að nota.“
Augu þeirra mættust í speglinum.
42
www.mm.is
TMM 1999:1