Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 146

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 146
EINAR MÁR JÓNSSON sýna fram á það hve bókmenntalega sinnaður hann væri og sögufróður. Þótt höfundur líti svo á að þetta viðfangsefni sé „brot úr menningarsögu“, fyndist mér nær að telja það til hugarfarssögu, vegna þess hve djúpt það ristir og hvað það birtist í margvíslegum myndum. í hólmgöngu sinni leiðist hann líka til að viða að sér heimildum á fjölbreyttum og stundum harla óvæntum sviðum sem sagnfræðingar hafa ekki verið vanir að plægja hingað til, svo ekki sé minnst á bókmenntafræðinga: þannig styðst hann við Alþingis- bækur, dómsskjöl, peningaseðla og götunöfn í Reykjavík, svo fátt eitt sé nefnt. Úr þessu efni hefði mátt vinna á ýmislegan hátt. Úr því hefði getað orðið 400 bls. ritgerð, byggð upp á strangan hátt utan um ákveðnar grundvallar- hugmyndir og með kerfisbundinni rannsókn á þeim sviðum sem röðuðust í kringum þær. En höfundur hefur þó kosið að fara aðra leið: hann varpar ljósi á ýmsar hliðar viðfangsefnisins hverja á eftir annarri, gjarnan einhverja lit- ríka þætti þess, og án þess að bein rökrétt tengsl séu milli hinna ýmsu kafla ritsins, eða eins og hann orðar það sjálfur í inngangi: sagan er „sögð aftur og aftur, með ólíkum heimildum“ (bls. 12). Við þetta vinnst mikið, en það er líka ýmislegt sem tapast. Auðvelt er að sjá hvað vinnst. Á þennan hátt verður afraksturinn sem sé handhæg og ákaflega læsileg bók sem heldur athygli lesandans stöðugt vak- andi og er því líkleg til að ná til almennings, ekki síst stúdenta. Frá mörgu er sagt sem er fróðlegt og jafnvel spennandi aflestrar: vitnisburði alþýðumanna um gildi fornsagnanna í daglegu lífi, „réttarhöldunum“ yfir Hallgerði lang- brók gegnum tíðina, brambolti fornmanna í draumförum nútímamanna og miðilsfundum á þessari öld, málastappinu út af fornritaútgáfu Halldórs Laxness og ýmsu öðru. í næst síðasta kaflanum er lesandanum jafnvel boðið upp á að lesa söguþráð Njáls sögu út úr götunöfhum á gönguferð um austur- bæinn í Reykjavík. Ekki spillir að stíllinn er fjörlegur og víða fyndinn, að því tiltæki höfundar ógleymdu að setja allt uppistandið út af fornritaútgáfu Halldórs Laxness, réttarhöldin og þingfundina, fram sem leikrit með ábend- ingum um sviðsetningu og slíkt... Kemur nú til kasta kvikmyndamanna. En það er líka ýmislegt sem tapast, og er ekki úr vegi að huga að því, þótt ýmsum kunni að þykja fáránlegt að menn skuli vera að fjargviðrast út af því að höfundur skuli ekki hafa skrifað aðra bók en hann gerði. En ritið „Hetjan og höfundurinn“ er í rauninni meira en „brot úr íslenskri menningarsögu“ eða hugarfarssögu. Höfundur hefur nefnilega í handraðanum ákveðna kenningu um viðhorf íslendinga til fornsagnanna, og hún er sú að fyrst hafi menn lesið sögurnar til að finna þar lýsingar á köppum og afreksmönnum sem hægt væri að dást að og taka sér til fyrirmyndar, en síðan hafi „höfund- urinn“ smám saman tekið við hlutverki kappans í meðvitund manna sem 136 www.mm.is TMM 1999:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.