Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 112
DAVÍÐ LOGl SIGURÐSSON og sáust þess merki í ljóðagerð hans. Fyrsta ljóðasafn sitt, The Wanderings of Oisin and other Poems, fékk hann útgefið árið 1889 en þá var íjölskyldan reyndar komin aftur til London. Jókst hróður Yeats mjög á þessum árum. Yeats hitti árið 1885 John 0‘Leary, gamlan leiðtoga írskra þjóðernissinna sem var þá nýkominn heim úr áralangri útlegð. Það var 0‘Leary sem kveikti áhuga Yeats á þjóðernisbaráttunni og það var einnig 0‘Leary sem varð vald- ur að fyrsta fundi Yeats og hinnar íðilfögru Maud Gonne árið 1886, ef trúa má fr ásögn Gonne. Yeats hélt því hins vegar fram að hann hefði í fyrsta skipti litið Gonne augum er hún heimsótti heimili Yeats-íjölskyldunnar hinn 30. janúar 1889, „og hófust þá vandræði mín.“6 Hvort sem um fyrsta eða annan fund þeirra var að ræða veturinn 1889 er víst að Yeats varð þegar yfir sig ást- fanginn og fór vel á með þeim, enda deildu þau ýmsum áhugamálum - t.d. dulspekinni, en bæði trúðu því statt og stöðugt að þau hefðu verið systkini á fyrra æviskeiði. Gonne endurgalt að vísu ekki fullkomlega tilfinningar skáldsins og alla tíð hafnaði hún hjartnæmum bónorðum hans. „Nei Willie, veröldin mun þakka mér fyrir að giftast þér aldrei. Við skulum halda áfram að vera góðir vinir og þú skalt halda áfram að yrkja um mig öll þessi fallegu ljóð.“7 Var samband þeirra frá fyrstu stundu margslungið. W.B. Yeats þótti að vísu glæsimenni og gat sér snemma góðs orðstírs en hann var feiminn og jafnvel nokkuð stirðbusalegur í samskiptum sínum við hitt kynið. Sitt fyrsta raunverulega ástarsamband átti hann ekki fyrr en 1896, þá orðinn rúmlega þrítugur að aldri, og hefur Roy Foster orð á því að ekki þurfi að koma á óvart að það var konan, Olivia Shakespeare, sem hafði frum- kvæði að því að samband þeirra þróaðist á þann hátt sem það gerði.8 Upp úr sambandi þeirra slitnaði hins vegar og enn á ný leitaði hugur hans aftur til Gonne. Kom það honum algerlega í opna skjöldu þegar hún trúði honum fyrir því að hún hefði um langa hríð átt í leynilegu ástarsambandi við fransk- an hefðarmann sem gefið hafði af sér ávöxt, stúlkuna Iseult. Enn frekara áfall var það Yeats þegar Gonne ákvað skyndilega árið 1903 að taka bónorði Johns MacBrides sem áunnið hafði sér velþóknun þjóðernissinna á írlandi með frækilegri framgöngu gegn Bretum í Búastríðinu. Neyddist Yeats nú til að horfast í augu við að hann fengi aldrei notið ástar þeirrar konu sem hann þráði heitast allra. Velti hann vöngum yfir því í No Second Troy hvort hann gæti í raun áfellst Gonne fýrir að fylla daga hans eymd þegar um hans eigin tilfinningar og veikleika fyrir henni var að ræða. Hann spurði sig jafnframt hvort Gonne hefði nokkurn tíma getað fundið hamingjuna með honum, fábrotinn eins og hann var. Svipaði Gonne ef til vill til Helenu sem forðum olli falli Trójuborgar fyrir það eitt að vera sú sem hún var, fögur og ómót- stæðileg? 102 www.mm.is TMM 1999:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.