Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 61
ÖKKLAR MEDÚSU inni að pensilförum og sprungum í augnskuggum og andlitsfarða. Af- hjúpanir þeirra fanga athyglina svo að orð, tóm orð, verða að engu, streyma hjá en eftir situr minningin um sprungu í tönn, rauðan blett eða hár á röngum stað. Ef hann hefði ekki skilið hana eftir svona lengi eina að skoða á sér blautt andlitið er ekki víst að það hefði gerst. Báðum megin við hana fóru fram dularfullar athafnir. Vinstra meg- in var höfði troðið inn í bleikan nælonpoka, sem var mitt á milli þess að líkjast sokki bankaræningja og gríðarstórri getnaðarvarnahettu. Ungur Kínverji var í mestu makindum að þvinga hártoppa í gegnum götin á þessu fyrirbæri með því að plokka og toga, plokka og toga. Þetta var eins og viðbjóðslegur bleikur skalli með hártjásum á víð og dreif. Hægra megin við hana var áhyggjufull feitlagin stúlka að vefja þykka lokka annarrar stúlku upp í snáklaga pylsur úr álpappír. Úr há- tölurunum barst fjarlægur trumbusláttur og skellir og glamur í ein- hverju sem hljómaði eins og verið væri að hrista keðjur. Þetta er nú meiri vitleysan, hugsaði hún, ég ætti að fara heim, ég get það ekki, ég er blaut. Þær störðu stjarfar hver á sitt greppitrýni. Hann kom aftur, og tók upp skærin, æði áhugalaus. „Hvað á að taka mikið af því?“ sagði hann kæruleysislega. „Endarn- ir eru mjög slitnir. Þetta fer síversnandi, þú hefur ekki hugsað um það meðan ég var í burtu.“ „Ekki of mikið, ég vil vera eðlileg, ég ...“ „Ég var að tala við vinkonu mína. Ég er búinn að ákveða mig. Ég fer ekki aftur til konunnar. Ég myndi aldrei þola það.“ „Er hún svona reið?“ „Hún hefur leyft sér að drabbast niður. Þetta er henni sjálfri að kenna. Hún hefur leyft sér að drabbast algerlega niður. Ökklarnir á henni eru orðnir svo sverir, þeir bólgna út yfir skóna, mér finnst það andstyggilegt, ég þoli það ekki.“ „Þetta kemur fyrir. Vökvi safnast...“ Hún leit ekki niður á sína eigin ökkla. Hann hélt henni fastri á stuttu hárunum aftan á hálsinum á henni. „Lúsían,“ sagði feitlagna stúlkan, mæðulega, „viltu rétt aðeins líta á þetta permanent, mér gengur ekki nógu vel með það.“ „Það er eins gott að þú farir varlega,11 sagði Lúsían, „annars verður TMM 1999:1 www.mm.is 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.