Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 165

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 165
RITDÓMAR þremur skáldsögum. Og fleiri samsvar- anir tengdar þessum kjarna spretta fram. Allar íjalla þær um fólk í „kreppu“. Fólk sem komið er að nokkurs konar vatna- skilum í lífi sínu, fólk sem þráir meira en líf þeirra býður upp á þeim tíma sem sög- urnar gerast. Þau Nína (Meðan nóttin líður) og Tómas (/ luktum heimi) þjást, líkt og Hildur og Páll, af tilgangsleysi til- veru sinnar. Þau eru hvert á sinn hátt á villigötum, full efa og ótta og leita merk- ingar í fortíð sinni og sögu í þeirri von að geta gætt framtíðina þeirri hamingju sem líf þeirra skortir. Þrátt fyrir þessar sterku samsvaranir eru þessar þrjár sögur þó innbyrðis ólík- ar hvað varðar söguþráð og persónu- sköpun. Hver þeirra er sterk sjálfstæð heild, þó vel megi kalla þær tilbrigði við sama stef. Meðan nóttin líðurer saga fjög- urra kynslóða kvenna - kvennasaga, með áherslu á líf kvenna, kvenleg gildi, sam- stöðu og sundrungu. Frásögnin hverfist um Nínu, nútímakonu í vanda, sem reynir að skilja líf sitt með því að skoða brot úr sögu móður sinnar, ömmu og langömmu meðan hún situr við dánar- beð þeirrar fyrstnefndu. / luktum heimi er hins vegar karlasaga. í miðju frásagn- arinnar er Tómas, miðaldra karlmaður í slæmri kreppu, og i brennipunkti minn- inganna eru samskipti hans við bróður sinn og föður. Maríuglugginn sker sig frá hinum tveimur fyrri á margan hátt. Hér er söguvitundin ekki einskorðuð við eina aðalpersónu, eins og áður er getið, hún er klofin milli Hildar og Páls, fyrst og ffemst, en færist einnig yfir á fleiri per- sónur, til að mynda Úrsúlu, móður Unu, sem segir Hildi sögur af uppvaxtarárum sínum í Þýskalandi þjökuðu af ógn nas- ismas. Með sögum Úrsúlu er sögusviðið víkkað út til muna en meginhluti ffá- sagnarinnar hverfist þó um ungt fólk í Reykjavík, ffá tímum hippa, frjálsra ásta og eiturlyfja til dagsins í dag. Einnig snýst sagan um samband Hildar og Páls, um þau skilyrði sem ástinni eru búin í nútímasamfélagi og um þá drauga sem fylgja hvoru þeirra inn í sambandið, um fjölskyldur þeirra og fyrri elskhuga og ástmeyjar. Hildur og Páll koma úr ólíkum fjölskyldum en bæði eiga þau í ákveðnum erfiðleikum í samskiptum sínum við mæður sínar, erfiðleikum sem eiga kannski fýrst og fremst rætur sínar í því að hvorugt þeirra sér móður sína í réttu ljósi - greina ekki hin „sönnu“ andlit. Þær ólíku myndir sem dregnar eru upp af mæðrum Hildar og Páls auka við tónum í eitt aðalstef bókarinnar, nefhilega stefið um Maríumyndina, eða í yfirfærðri merk- ingu: Mynd móðurinnar. En þótt það sé mynd „móðurinnar" sem er svo að segja yfirskipuð öðrum myndum í þessari skáldsögu eru í frásögninni dregnar upp sterkar myndir af mörgum fleiri persónum. Sögur eru sagðar af mörgu fólki, persónuleika þess og innbyrðis samskiptum. Þannig fáum við söguna af sambandi Hildar við giftan lækni, Halldór; söguna af klíku Páls og mörgum meðlimum hennar: vininum Danna, ástkonunni Söru, bróður hennar Þóri; söguna af Unu, móður hennar, Úrsúlu, og svo mætti lengi telja. Það sem kannski einkennir þessar sögur framar öðru að flestar eru þær flóknar og í þær myndir sem upp eru dregnar vantar ýmis brot til að fullur skilningur fáist. Þessi frásagnarmáti er raunsær í þeim skilningi að þannig er það um þær sögur sem við heyrum í „raunveruleikanum“. Túlkun þess sem segir frá er persónuleg og gölluð því sýn hvers einstaklings er takmörkuð. Þetta kristallast einmitt í einhliða sýn Hildar og Páls á mæður sínar. Þau sjá mæður sínar í öðru ljósi en aðrir — og undrast sýn og viðhorf annarra. Undir lok sögunnar rennur þó upp ljós fyrir Hildi. Hún er að hugsa um móður sína: TMM 1999:1 www.mm.is 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.