Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 108
stefAn sigurkarlsson Þegar dag lengdi sótti ég meira í að leika mér úti við og oft kom ég ekki inn fyrr en liðið var á kvöld. Þó ég fagnaði eins og aðrir endur- heimtri dagsbirtunni, hugsaði ég með ljúfum trega til þeirra stunda þegar ég sat í stiganum í rökkrinu, einn með sjálfum mér og hlustaði á dumb hljóð hússins og andaði að mér ilmi þess. Á leið minni í skólann þurfti ég að fara yfir autt, óupplýst svæði, og þar henti það eitt sinn að ósamlyndir vetrarvindarnir sameinuðust í stóran svelg og reyndu að slíta töskuna af baki mér. Ég valt um koll, mjúk snjóbreiða tók við mér og hvítur sallinn þyrlaðist upp í morgun- skímunni. Ég reis á fætur og reyndi að berja af mér snjóinn eins og dúnhærður fuglsungi sem blakar vængstúfunum. Svo lagði ég af stað á nýjaleik, en ekki leið á löngu þar til ég lá aftur kylliflatur. Samt náði ég steinlögðu skólaportinu áður en bjallan hringdi og ég sá krakkana standa í þvögu fýrir utan dyrnar, óþreyjufulla að komast inn í hlýjuna. En eitt af því besta við þennan skóla var einmitt hlýjan, sem komin var úr iðrum jarðar og fýllti hvern krók og kima. Það versta við skólann var hins vegar lýsið, gulgrænt og moðvolgt, sem kennarinn hellti upp í okkur á hverjum morgni úr stórri könnu. Sum börnin sýndu kennaranum skrifaða miða ffá móður sinni eða föður, þar sem sagði að þau tækju lýsi heima. En flest höfðu þó skrifað miðana sjálf og þegar það komst upp varð töluverð rekistefna. Eftir því sem árinu vatt fram teygði nóttin sig æ lengra inn á morguninn, og oft hafði mér fundist sem það væri naumast fyrr en undir hádegi að greina mætti ljósa rönd úti við sjónhring; fýrirboða þess að senn myndi hvolfþak himins létta fargi sínu af heiminum, en aðeins skamma stund, því fyrr en varði var það sigið niður aftur og hafði lagst sem svört móða á hvaðeina sem fyrir varð og hjúpaði jöfnum höndum reykháfa, húsþök, garða og lifandi verur. Rafljósin máttu sín lítils gegn öllu þessu vaxandi myrkri, en þrátt fyrir það gekk lífið sinn vanagang. Á hverjum morgni opnaði mamma inn til mín og nefhdi nafn mitt hlýjum rómi, og þegar ég kom niður var allt tilbúið, haffagrauturinn fýrir okkur Agnesi og kaffið handa pabba. Ljósastaurarnir fylgdu mér áleiðis í skólann. En þegar kom að auða svæðinu og þeirra naut ekki lengur við, hvolfdist yfir mig kolsvartur, óravíður himinn. 98 www.mm.is TMM 1999:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.