Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Qupperneq 108
stefAn sigurkarlsson
Þegar dag lengdi sótti ég meira í að leika mér úti við og oft kom ég
ekki inn fyrr en liðið var á kvöld. Þó ég fagnaði eins og aðrir endur-
heimtri dagsbirtunni, hugsaði ég með ljúfum trega til þeirra stunda
þegar ég sat í stiganum í rökkrinu, einn með sjálfum mér og hlustaði á
dumb hljóð hússins og andaði að mér ilmi þess.
Á leið minni í skólann þurfti ég að fara yfir autt, óupplýst svæði, og þar
henti það eitt sinn að ósamlyndir vetrarvindarnir sameinuðust í
stóran svelg og reyndu að slíta töskuna af baki mér. Ég valt um koll,
mjúk snjóbreiða tók við mér og hvítur sallinn þyrlaðist upp í morgun-
skímunni. Ég reis á fætur og reyndi að berja af mér snjóinn eins og
dúnhærður fuglsungi sem blakar vængstúfunum. Svo lagði ég af stað á
nýjaleik, en ekki leið á löngu þar til ég lá aftur kylliflatur. Samt náði ég
steinlögðu skólaportinu áður en bjallan hringdi og ég sá krakkana
standa í þvögu fýrir utan dyrnar, óþreyjufulla að komast inn í hlýjuna.
En eitt af því besta við þennan skóla var einmitt hlýjan, sem komin
var úr iðrum jarðar og fýllti hvern krók og kima.
Það versta við skólann var hins vegar lýsið, gulgrænt og moðvolgt,
sem kennarinn hellti upp í okkur á hverjum morgni úr stórri könnu.
Sum börnin sýndu kennaranum skrifaða miða ffá móður sinni eða
föður, þar sem sagði að þau tækju lýsi heima. En flest höfðu þó skrifað
miðana sjálf og þegar það komst upp varð töluverð rekistefna.
Eftir því sem árinu vatt fram teygði nóttin sig æ lengra inn á morguninn,
og oft hafði mér fundist sem það væri naumast fyrr en undir hádegi að
greina mætti ljósa rönd úti við sjónhring; fýrirboða þess að senn myndi
hvolfþak himins létta fargi sínu af heiminum, en aðeins skamma stund,
því fyrr en varði var það sigið niður aftur og hafði lagst sem svört móða á
hvaðeina sem fyrir varð og hjúpaði jöfnum höndum reykháfa, húsþök,
garða og lifandi verur. Rafljósin máttu sín lítils gegn öllu þessu vaxandi
myrkri, en þrátt fyrir það gekk lífið sinn vanagang. Á hverjum morgni
opnaði mamma inn til mín og nefhdi nafn mitt hlýjum rómi, og þegar
ég kom niður var allt tilbúið, haffagrauturinn fýrir okkur Agnesi og
kaffið handa pabba.
Ljósastaurarnir fylgdu mér áleiðis í skólann. En þegar kom að auða
svæðinu og þeirra naut ekki lengur við, hvolfdist yfir mig kolsvartur,
óravíður himinn.
98
www.mm.is
TMM 1999:1