Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 164

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 164
RITDÓMAR (eða kannski ætti maður heldur að segja: þar þornar í penslinum), því hvert er hið sanna andlit Maríu guðsmóður? Hildur leitar þessa andlits. Hún leitar í raun frummyndar, þeirrar myndar sem liggur að baki allra birtingamyndanna, að baki allra hugmyndanna, en eins og Plató sagði þá getum við aldrei greint nema eftirlíkingar, skugga frummynd- anna sem sjálfar eru í raun hvergi til nema í huga hins þroskaða manns. En kenningar Platós veQast ekki fyrir Hildi. Hún hefur markmið. Hún leitar andlits „á mörkum hins jarðneska og ójarð- neska“ (9), andlit hinnar fæðandi konu á þeim mörkum þegar hún verður móðir: Það var þetta augnablik sem ég vildi finna, þennan svip. Þegar hún hafði glatað sakleysinu og vissi að ekkert yrði aftur samt. Það er hans sem ég hef leitað, svips þessa augnabliks þegar umbreytinging varð, þegar stelpan vék og konan steig fram, og allt gleymdist, ekkert var til nema hún og barnið. Keisarar, veraldir, vitranir, jafnvel sjálfur guð henni horfinn, og hún var ljónynja, tígur, hún var óendanlega sterk, hún var náttúran sjálf, öflug og grimm, og hún fylgdi lögum hennar, hún vissi það nú. Jarðarkonan með barn sitt í fanginu, frumstæð og sæl, enn keimur af sakleysinu í svipnum þar sem hún liggur örmagna eftir nýafstaðna styrjöld, sigruð en samt sigurvegari; móðir með nýfætt barn, mynd varnarleysis, mynd frumkraffar, augnablik í eðli sínu fúllkomlega heið- ið, en stendur kannski næst guði. Ég meina, ef hann er þá til. (89) Þegar Páll, unnusti Hildar, gloprar því út úr sér á viðkvæmri stundu að hann hafi þekkt stúlku, Unu, sem kynni að bera þetta andlit sem Hildur leitar að, hefst ferli sem lesandinn tekur þátt í með Hildi: leitin að Unu, leitin að andlitinu, sem í rás frásagnarinnar víkkar út og verð- ur ekki síður leit Hildar að sjálfri sér, leit hennar að sínu rétta andliti. Við höfum því hér sögu sem snýst kannski öðru fremur um sjálfsleit aðalpersónunnar, eða réttara sagt, aðalpersónanna, því það er ekki einungis listakonan Hildur sem er vitundarmiðja þessarar skáldsögu, það er ekki síður unnustinn, Páll, uppgjafa rit- höfundur, sem leitar síns andlits, enda færist sjónarhorn frásagnarinnar stöðugt á milli þeirra tveggja og sagan verður því frásögn af leit tveggja einstaklinga að sjálfsmynd. Eins og oft áður í sögum Fríðu Á. Sigurðardóttur höfum við hér nokkuð ráðvilltar nútímamanneskjur sem standa frammi fyrir þessari grund- vallarspurningu: Hver er ég? Og leit þeirra að sjálfsmynd liggur gegnum ferli minn- inga, oft óþægilegra minninga sem knýja á. Til að átta sig á nútíðinni verða þau Hildur og Páll að skoða fortíðina, raða saman fortíðarbrotum til að heildarsýn fáist ogþau geti ráðið í framtíðina. (Það er engin tilviljun að vísanir til sagnabálks Prousts í leit að liðnum tíma eru margar í frásögninni.) Lesendur fyrri verka Fríðu Á. Sigurðar- dóttur hljóta óðara að sjá hér samsvaranir með þeim og Maríuglugganum. Þetta á ekki síst við þær tvær skáldsögur sem komið hafa út á undan Maríuglugganum: Meðan nóttin líður (1990) og I luktum heimi (1994). Þematískar samsvaranir með þessum þremur skáldsögum eru svo sterkar að það liggur beinast við að álykta að höfundur hafi hugsað sér þessa skáldsagnaþrennu sem eina heild, sem trílógíu um merkingu fortíðarinnar fyrir nútímann. Fríða hefur skrifað trílógíu um tímann og minnið, þessi hálu og svikulu hugtök sem tengjast orðunum, skáld- skapnum á ýmsan ísmeygilegan máta. Það má líka orða það þannig að þetta sé sá kjarni sem leynist með öllum þessum 154 www.mm.is TMM 1999:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.