Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 35
AF „CERVANTÍSKU“ BERGl BROTINN að sumt af því sem hátt er skrifað á Spáni er ekki annað en effirlíkingar úr menningu annarra landa. Á sama tíma má finna verk á spænsku sem eru alveg einstök í íf umleika sínum en enginn hefur þrátt fyrir það hinn minnsta áhuga á, jafnvel þótt útilokað sé að finna nokkuð sambærilegt á öðru tungu- máli. Hvergi annars staðar í Evrópu finnum við bókmenntaverk sem er eins augljóslega mudéjar2 og El Libro de Buen Amor (Bókin utn góðar ástir3), hvergi er til bók sem býr yfir ámóta sprengikrafti og La Celestina4. Það er ekki fyrr en í verkum Shakespeare að við fínnum þvílíkan ógnarkraft í bókmennt- unum. Það má nefna fleiri dæmi: hvergi finnum við neitt sambærilegt við La Lozana Andaluza (Lozana frá Andalúsíu5), hvergi annars staðar finnum við skáld á borð við San Juan de la Cruz. Þessi ytri sýn á menninguna er því afar mikilvæg að mínum dómi. Mér þykir það nokkuð lýsandi fýrir samhengisleysið í menningarsögu Spánar að þessi verk skuli ekki hafa haft nein áhrif þar. Á16. öld komu að vísu fram verk sem telja má afkomendur Celestínu, þótt ekki séu þau í sama gæða- flokki og hún. Lozanafrá Andalúsíu var á sínum tíma svo að segja grafin lif- andi. Og enda þótt það verk hafi verið enduruppgötvað á 19. öld vogaði sér enginn að gefa það út að nýju vegna þess að það þótti dónalegt. Síðar sáði Cervantes frjókornum skáldsögunnar eins og hún átti eftir að þroskast um alla Evrópu: þeirrar ensku; þeirrar frönsku; í Rússlandi eru áhrifin augljós; og jafnvel í Portúgal, fýrir milligöngu Lawrence Sterne. Þar höfum við til að mynda Machado Asís sem á 19. öld skrifaði skáldsögu sem er á allan hátt nú- tímaleg og er óbeinn afkomandi Cervantesar6. Með því að bíða allt fram á þessa öld urðu Spánverjar seinastir þjóða til að leggja eitthvað af mörkum til skáldsögunnar. En ég held að það hafi einmitt gerst loksins þá í framhaldi af túlkun Américo Castro á Don Kíkóta í bókinni El pensamiento de Cervantes (Hugmyndaheimur Cervantesar), en þar er í fyrsta sinn reynt að hreinsa verk- ið af öllum „strangtrúartúlkunum" á borð við þær sem Unamuno7 og Maeztu8 héldu á lofti, að það væri „Biblía spænsku þjóðarinnar“ og þar fram eftir götunum. Allir reyndu að sjá í verkinu einhverja mystík eða dulda þjóð- ernishyggju án þess í rauninni að lesa verkið sjálft. Fyrstu alvarlegu túlkun- ina á því er að finna í fyrrnefndri bók Castro. Auk þess myndi ég segja að hin fordómalausa túlkun Borgesar á Don Kíkóta hafi sýnt okkur hversu nútíma- legt þetta verk er og hversu gífurlegur sköpunarkraffur býr í uppfinningu Cervantesar. Ég held að í framhaldi af þessu hafi smákomið fram á sjónar- sviðið þessi hópur rithöfunda sem með beinum eða óbeinum hætti eru allir undir áhrifum frá Cervantes. Augljóst dæmi er Carlos Fuentes, einnig Tres tristes tigres (Þrjú döpur tígrisdýr) eftir G. Cabrera Infante, og eins hefði ferill Julián Ríos verið óhugsandi án Cervantesar. Og ef við lítum á San Juan de la Cruz, kemur í ljós að ekkert spænskt ljóðskáld hafði fetað í fótspor hans á TMM 1999:1 www.mm.is 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.