Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 123
HRINGSTIGINN in. En þegar ég aðgætti betur sá ég að hann veitti mér enga athygli. Hæglátur og hljóður að vanda. Hann glottir bara dauflega þegar menn biðja um að fá að skoða klámspólurnar í hillunum bak við afgreiðslu- borðið. Búðin hans lyktar eins og kjallaraíbúð fátæks piparsveins, blanda af fúkka og gömlum óhreinindum. Það er meira að segja þessi súra reykjarlykt sem maður finnur í slíkum vistarverum þó ég hafi aldrei séð eigandann reykja. Á skiltinu fyrir ofan dyrnar stendur „Fornbókaverslun“ máðum stöfum. Þó eru hér engar fornar bækur heldur pappírskiljur, hljómplötur, örfáir geisladiskar og myndbönd- in; tíu ára gamlar stórmyndir fyrir framan afgreiðsluborðið og klám- myndirnar fyrir innan. Ég hafði hér ekkert að gera en fékk mig ekki til að yfirgefa staðinn strax, varð að búa mér til erindi þar sem upphaflega erindið var orðið of fáránlegt til að ég gæti viðurkennt það fyrir sjálfum mér. Ég reyndi því að telja mér trú um að mig vantaði lesefni og rótaði dálítið í kiljun- um en fann ekkert áhugavert. I ráðleysi sneri ég mér að plöturekkunum og það fyrsta sem ég rak augun í þar var glottandi andlitið á Frank Zappa. Glottið var stærra en mig minnti og alvaran í augunum minni. En það var ekki um að villast, þetta var sami titillinn, „Apostrophe“. Síðar hefur mér fundist glottið hverfa nær alveg af andlitinu og alvaran taka öll völd í svip tónjöfurs- ins, en alvörusvipurinn er uppgerður, settur upp í gríni og þar með ígildi glotts. Umslagið var lúið og slitið. Kannski var það óskhyggja söguhjartans sem þráir tilviljanir, en sú hugsun vaknaði um leið og ég hafði tekið plötuna úr umslaginu að þetta væri sama eintakið og pabbi hafði gefið mér forðum. Ég þóttist ekki svo minnugur að bera kennsl á rispurnar, það var annað sem fékk mig til að halda þetta: skarð á einum stað í jaðrinum. Lítið stykki hafði brotnað úr, nógu stórt til að vera mjög greinilegt, en þó svo lítið að það náði ekki inn á fyrsta lagið. Kannski var það ímyndun en þetta kom mér mjög kunnuglega fyrir sjónir. Minningin ólgaði í mér en hún var hulin eins og samtal heyrt í gegn- um vegg án þess að orðaskil greinist. Ég mundi að ég hafði oft skipt á plötum í safnarabúðum á unglingsárum. Zappa-platan gat vel hafa ratað þangað ásamt nokkrum öðrum í skiptum fyrir eina ELO- eða Pink Floyd plötu. Tíminn gat síðan hafa skolað henni hingað af fjar- lægri lagerströnd. TMM 1999:1 www.mm.is 113
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.