Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 28
CARLOS FUENTES Með því stígur Goytisolo fyrsta skrefið í áttina að skáldsögu flökkuborgar- innar fyrir komandi öld, á sama hátt og Rojas fann upp flökkuborg endur- reisnarnútímans, án borgarmúra. „Afríka byrjar í breiðstrætunum“ og höfuðþema Landslags að lokinni orrustu er vegferðin. Lukács skrifaði að skáldsaga án vegferðar væri óhugs- andi. Frá Tróju til Lólítu er skáldsagan uppáhaldsrými (epískt, dramatískt, satírískt) líkamlegrar vegferðar: Celestína ferðast um í nýrri tegund borgar sem er dýnamísk, á hæla hennar koma Lazarillar, Buscónar og Justinur; Ró- binson Krúsó ferðast til eyðieyjunnar í Kyrrahafmu, Don Kíkóti yfirgefur býli sitt og fer um hinar víðu sveitir Montiel. Jakob fylgir meistara sínum um vegi Frakldands, Davíð Copperfield yfirgefur rósemdarlíf sveitasælunnar og endar í hinu kæfandi skýi sleggjubarnings og kolareyks í Lundúnum, Ras- tignac fer til Parísar, Jules Verne að jarðarmiðju. Lermontov leitar dauðans í Kákasusfjöllum og Dostojevskí í gulnuðum hverfum Pétursborgar. Hjá Mel- ville og Túrgenév eru víðátturnar miklar. Hjá Jósep de Maistre er farið hring um forstofuna. Víðáttumikil engin hjá Fenimore Cooper breiða síðar úr sér í Kaliforníu Raymonds Chandler og Nathaniel West. Poe ferðast inn í kjarna ldakans en líka inn að kjarna hins múrumgirta og ásakandi dauða, en Con- rad fer alla leið inn í hinstu myrkur eins og við vitum. Því vegferðin er ekki síður huglæg, freudísk: starf draumanna, úrfelling, lagfæring, umskipti, breytt viðfang þrárinnar, dulbúinn erótískur draumur sem umbreyst hefur í samfélagslegan draum. Frumleild Goytisolos felst í því að sameina báðar þessar vegferðir, þá ytri og þá innri, í einn samtímalegan þjóðflutning. Staður hans er borgin. Sögupersónan er innflytjandinn. Sú milda áhersla sem Goytisolo leggur á þetta þema stafar af því, eins og við höf- um þegar séð, hversu víðtæk hefðin er sem hann vinnur úr: við getum kallað hana hina cervantísku hefð, til að tengja hana skáldsögulegum kjarna sínum. En kjarni hefðarinnar er líka goðsögulegur: í sinni fallegu frásögu af ferða- lagi dauðs manns í La cuarentena tekur höfundurinn sig upp til að fylgja vini sínum, þeim sem hann elskar, í lokaferðina. En það er einmitt í samfylgd skáldsöguhefðarinnar og helgisiðahefðar vegferðarinnar sem samtímahöf- undur á spænska tungu á borð við Goytisolo getur lagt af stað til móts við hinn Framandi. Samfundurinn á sér stað fýrir milligöngu tungumáls frásagnarinnar, en ekld fyrir tilstilli smeðjulegs verknaðar sem leystur er af hendi í góðri trú. Frásagnartækni og innihald fléttast saman í Landslagi að lokinni orrustu vegna þess að „ég“ höfundarins, sem er um leið „ég“ sögupersónunnar, sam- einast (renna saman, taka höndum saman) í „sögumanninum“, sem er þannig Höfundurinn-plús-persónurnar á dreif um textann. Goytisolo nær fram þessari fjölröddun með samslætti persónufornafna, tímaskynjunar og 18 www.mm.is TMM 1999:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.