Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 18
ÖRNÓLFUR THORSSON nefndar um árabil og ritaði fjölmargar greinar um sögu orðaforðans, málfar og málstefnu. Meðal viðameiri verkefna Jakobs á þessum árum var að ritstýra í félagi við aðra fræðimenn stórri menningarsögulegri orðabók um norrænar miðaldir. Þetta verk, Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, kom út í 22 stórum bindum á árunum 1956-78 og í það skrifaði Jakob um 300 greinar. Af öðrum viðfangsefnum Jakobs á þessum árum má nefna undirstöðuút- gáfu á Landnámu og íslendingabók sem hann vann fyrir Fornritafélagið og út kom 1968. Ég kynntist Jakobi fyrst þegar ég var ráðinn sumarmaður að Orðabókinni 1975. Mér þótti þetta merkilegur vinnustaður. Andrúmsloftið var frjálslegt, stöðugur straumur af innlendum og erlendum fræðimönnum sem áttu flestir erindi við Jakob, kaffitímar stundum langir en alltaf skemmtilegir, húsbóndinn hrókur alls fagnaðar, óþrjótandi uppspretta af sögum og kunni svör við öllum spurningum. Ég vann aftur tvö sumur undir mildri og menntandi stjórn Jakobs þegar hann ritstýrði Hugtökum og heitum í bók- menntafræði fyrir Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands. Hann skrifaði raunar sjálfur langflestar greinar í þá bók og sýndi þar enn yfírburða- þelckingu sína og einstaka hæfíleika til að greina kjarna frá hismi og gera svo grein fyrir flóknum fræðum að allir skildu án þess að slaka á kröfum. Á þess- um vinnustöðum tveimur komst maður í tæri við meistara Jakob, lærdóms- manninn sem aldrei féll verk úr hendi en hafði þó endalausan tíma til að leggja öðrum lið við þeirra fræðistörf, styðja nemendur við ritgerðarsmíð, eða bara spjalla um heima og geima við gesti. Jakob var heiðursdoktor frá fimm háskólum og tvö afmælisrit hafa komið út honum til heiðurs; hið fyrra með sjötíu ritgerðum eftir jafnmarga fræði- menn á sjötugsafmæli hans, hið seinna tíu árum síðar með ritgerðum eftir hann sjálfan og ítarlegri skrá 580 ritverka hans, stórra og smárra. Þessa skrá hélt hann áfram að lengja framundir hið síðasta, að sjónin hafði daprast svo að hann átti erfitt um lestur og höndin orðin óstyrk. Jakob var með hléum stundakennari við Háskóla íslands, einkum í latínu, og alla tíð óþreytandi við menntun samferðamanna sinna: ötull og vinsæll fyrirlesari, jákvæður og gagnrýninn yfirlesari á verk annarra fræðimanna, hann sat í fjölmörgum dómnefndum og átti margvísleg samskipti við fræðimenn um heim allan. Spyrja Jakob. Þessa lausn á margvíslegum vanda þekkjum við mörg sem hér kveðjum hann. Jakob vissi allt. Hann var óþreytandi við að fræða og miðla af sinni víðtæku þelckingu, við fráfall hans opnast skarð sem ég held að aldrei verði fyllt af einum manni. Fyrir nolckru var Frank Ponzi listfræðingur að vinna að grein sem hann birti í Lesbók Morgunblaðsins 19. desember síð- astliðinn um gamla íslenska vatnslitamynd af Napóleon keisara hinum 8 www.mm.is TMM 1999:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.