Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 75
PARMENtDES KEMUR TIL AÞENU verkamannshrammar, stórar og hruflaðar. Á hvirflinum gat að líta lófastóran skallablett. „Ef hershöfðinginn virðir ósk gamals manns,“ greip Parmenídes veikróma inn í, „þá leyfir hann að unga manninum sé veitt hvíld. Hann er auðheyranlega lúinn af hlaupunum.“ Períkles skáblíndi undrandi til hans, líkt og honum þætti bónin fela í sér ókurteisa afskiptasemi, en kallaði síðan til sín tvo lífvarðanna og fékk Feidíasi til fararinnar. Ungi maðurinn rétti úr sér. í hálfrökkri súlnaganganna virtist hann enn ófrýnni en áður, með þykkar varirnar, flatt nefið, breitt andlitið. Períkles horfði rannsakandi á hann. „Þekkjum vér þig ekki?“ spurði hann. „Svo lágt mundi yðar háæruverðuga persóna aldrei leggjast,“ svar- aði ungi maðurinn andstuttur af svo yfirgengilegri auðmýkt að krymti í Parmenídesi. En Períklesi var ekki skemmt. „Ég skil. Frakkur durtur.“ Hann hvessti brýnnar. „Hvert er nafn þitt?“ „Ég er steinhöggvarinn Sókrates, sonur Senfróníusar steinsmiðs. Forfeður mínir voru allir frómir menn sem unnu í sveita síns andlits.“ Ólíkt þínutn, hefði hann bara þurft að bæta við til að fullkomna móðg- unina. „Vér báðum ekki um ævisögu þína,“ hreytti Períkles út úr sér. „Þú kemur mér fyrir sjónir sem ósvífmn slöttólfur. En vér erum vissir um að vér höfum séð þig áður.“ „Stendur heima.“ Sókrates rótaði í þunnu ryklagi marmarahell- unnar með berum tám, sem skörtuðu kartnöglum. Ofan á allt annað var hann hjólfættur. „Slíku greppitrýni gleyma menn ekki auðveld- lega. Sennilega munið þér eftir mér úr hinni misheppnuðu herför til Megöru. Ég barðist þar í liðinu sem þér völduð.“ Períkles stokkroðnaði, svo greina mátti í hálfrökkrinu. Hann átti erfítt með að taka gagnrýni, en þó sérstaklega þegar deilt var á her- stjórn hans. „Já, vér höfum aldrei haft yfir aumara herliði að ráða en því sem vér sendum til Megöru,“ endurgalt hann sneiðina, en athuga- semdin missti marks. Allir Aþeningar vissu að herförin gegn Megöru- búum hafði runnið út í sandinn vegna afleitrar herstjórnar. „Enda tókst ekki að endurheimta borgina.11 Períkles lét sem hann ætlaði ekki að eyða frekari orðum á hann, sneri sér að heimspekingunum, en sá sig TMM 1999:1 www.mm.is 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.