Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 139
TILBRIGÐl OG HUGARSPUNI UM BJARTA ÖLD Hann hefði ekki getað sætt sig við annað en að það hafi verið samasemmerki milli fríhyggju og virkra trúleysingja. Þetta vitum við, og nú á tímum skiljum við ástæðurnar fyrir því að Vaill- and kýs að vera blindur á þetta (í stuttu máli sagt: tilraun hans til að fella vörn sína fyrir gildum fríhyggjunnar inn í hugmyndafræði sem byggðist á fram- farahyggju og andúð á kirkjunni). Samt sem áður er frásögn eins og þessi, burtséð frá sjálfri afstöðu (tímabundinni afstöðu) Vaillands, ákaflega athygl- isverð fyrir okkur. Með hvoru þeirra höldum við? Með ástkonu Bernis, sem gengur opinskátt á skjön við allt, tengir óreiðuna í eigin kynlf fi við þá þörf að fremja helgispjöll, guðlasta? Eða Casanova, sem finnst þetta allt vera fremur kjánalegt, sem annars kom sér upp, rétt eins og til að sætta sig við hin opin- beru trúarbrögð, persónulegri kenningu um „forsjá“ sem leyfir honum fyr- irfram að taka sér allt það frelsi sem honum þóknast (hans leið til að komast hjá því að stilla sér upp sem hetju)? Ég játa fyrir mitt leyti að ég hika sífellt. Það kemur stundum fyrir á okkar tímum þegar Rushdie er dæmdur til dauða af myrkustu ofsatrúarmönnum, þar sem siðferðiboð og bönn, rétttrúnaður, og viðteknar skoðanir eru ríkjandi, að manni finnist réttast að ráðast líka gegn guði; á öðrum stundum fmnst mér síðan ekkert eins þunglamalegt og sú tilhugsun að þurfa að pakka nautninni inn í hugmyndafræðilegar um- búðir, umbúðir sem eru eins Qarri inntaki hennar og hugsast getur. Með öðr- um orðum, þá á samtalið milli Casanova og ástkonu Bernis sér stöðugt stað innra með mér. Rétt eins og maður þyrfti líka að fara mátulega kæruleysis- lega með hugmyndir, og taka ekki mark á þeim kerfum sem okkur bjóðast nema við höfum gaman af þeim (sem annars getur verið mismunandi eftir aðstæðum). Mér virðist þetta vera eina leiðin til að koma í veg fyrir að nautnahyggjan verði að einhvers konar rétttrúnaði8. Svo ég tali nú ekki um þá aukalegu, leynilegu, næstum ósegjanlegu nautn sem sprettur af því að tví- stíga svona viljandi. Einsiedeln Eitthvert mest heillandi augnablikið í skoðunarferðum mínum um allar kirkjur og klaustur í Bæjaralandi, Sváfalandi og Dónárdalnum, var þegar ég uppgötvaði klaustrið stórkostlega í Einsiedeln, skammt frá Zurich í Sviss. í rauninni byrjaði allt með léttu ergelsi: verið var að endurgera kórinn í klaust- urkirkjunni (sem ég vissi að Asambræðurnir höfðu gert, þessir 18. aldar barokksnillingar, listamennirnir sem gerðu Rohr, Weltenburg, Osterhofen, og þetta stórfenglega djásn sem kirkja Heilags Jóhanns Népomucene í Munchen er), kirkjan var lokuð almenningi og tréveggur skyggði á kirkju- skipið þannig að ekkert sást. Ég var vonsvikinn en harðákveðinn í því að gef- TMM 1999:1 www.mm.is 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.