Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 10
MILAN KUNDERA óviss, fólk reynist vera öðruvísi en það heldur að það sé. Octavio Paz hefur réttilega sagt að kímnin sé hin „mikla uppfinning“ nútímans, og að hún sé nátengd fæðingu skáldsögunnar, einkum Cervantesi (og ég bæti við: og Rabelais, sem er hinn forfaðirinn). Ást Don Kíkóta á Dúlsíneu er eins og einn allsherjar brandari: hann er ást- fanginn af konu sem hann hefur aðeins séð augnablik, eða ef til vill aldrei. Hann er ástfanginn, en eins og hann segir sjálfur „einungis vegna þess aðfar- andriddarar eiga að vera það“. Ógleymanleg er hún senan úr tuttugasta og fimmta kafla fyrri hlutans: Don Kíkóti sendir Sansjó til Dúlsíneu til að tjá henni hversu brennheitt hann elskar hana. En hvernig á að lýsa eldheitri ást? Hver er mælikvarðinn á tilfinningar? Það verður að gera eitthvað stórbrotið! Don Kíkóti tekur því niður um sig fyrir framan Sansjó, hann er ber að neðan en í skyrtunni að ofan og fer að steypa sér kollhnísa, velta sér til og frá og standa á höndum. Framhjáhald, svik, ástarsorg, þetta er nokkuð sem hefur fylgt sagnaskáld- skap allt frá upphafi. En Cervantes er ekki að setja spurningarmerki við elskendurna, heldur ástina, sjálft hugtakið ást. Því hvað er ást ef maður elskar konu án þess að þekkja hana? Einföld ákvörðun um að elska? Eða jafnvel eftiröpun? Það er ekki út í hött að spyrja að þessu og spurningunni er ekki varpað fram í ögrunarskyni: ef við hefðum ekki allt frá blautu barnsbeini átt okkur fyrirmyndir að ástinni, myndum við þá vita hvað þetta orð þýðir: að elska? (Við erum ekki langt frá Emmu Bovary: hefði hún þjáðst svona mikið tilfinningalega ef hún hefði ekki látið stjórnast af fyrirmyndum um róman- tíska ást?) Það er þessum stórkarlalega brandara um ást Don Kíkóta á Dúlsíneu að þakka að tjald fullvissunnar rifnar skyndilega; þá opnast víðáttumikið áður óþekkt svæði þar sem allar skoðanir, allar tilfinningar, allar mannlegar kringumstæður verða að tilvistargátum. Aumingja Alfonso Quijada reyndi að verða goðsagnapersóna farandridd- arans. Sem betur fer fyrir bókmenntasöguna tókst Cervantesi hið gagn- stæða: hann sendi goðsagnapersónuna aftur niður: niður í heim prósans. Prósi: orðið þýðir ekki einungis: óbundið mál; það þýðir líka: það áþreifanlega, hversdagslega, líkamlega í lífinu. Hvorki Akkíles né Ódysseifur hugsuðu nokkurn tíma neitt um tennurnar í sér, en þeir Don Kíkóti og San- sjó hafa eilífar áhyggjur af tönnunum, þeir fá tannpínu, það vantar í þá tenn- ur. „Vittu það, Sansjó, að demantur er ekki eins dýrmœtur og tönn.“ En prósinn er ekki einungis sú hlið lífsins sem er sársaukafull eða lágkúruleg, heldur er hann einnig fegurð sem fólki hefur yfirsést fram til þessa: fegurð lágstemmdra tilfinninga, til dæmis sú kumpánlega vinátta sem Sansjó finnur til í garð húsbónda síns. Don Kíkóti snuprar hann fyrir sýna sér virðingar- leysi og vera með eilífa munnræpu og bendir á að í riddarasögu myndi eng- 8 www.mm.is TMM 1999:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.