Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 14
Sigrún Sigurðardóttir Tilbrigði við fortíð Um einsögu og hið póstmóderníska ástand Tilvistarblinda Maðurinn er sleginn tilvistarblindu sem er örugglega einn af grundvallarþáttum hans. Cervantes notaði þessa blindu sem aðal- efnivið í mikið listaverk fyrstur manna. Riddarinn Don Kíkóti er al- tekinn af fegurð fyrirframtúlkunar, sem þá var ljóðræn, falleg, hugmyndarík, sprottin af goðsögnum og þjóðsögum: töfratjald sem dregið hafði verið fyrir hinn áþreifanlega heim. Cervantes kveikti fyrstur manna í þessu tjaldi.1 (Milan Kundera) Sú aðferð að varpa ljósi á samfélagið með því að kanna frelsi einstaklingsins innan þess, hefur birst í ótal tilbrigðum í heimi vestrænna bókmennta allt frá því að Cervantes sendi riddarann Don Kíkóta í ferðalag um menningarheim sinn í byrjun 17. aldar. Don Kíkóti er hin fullkomna andhetja sem afhjúpaði með athöfnum sínum og orðum þá blekkingu um menn og málefni sem samtími hans upphóf án þess að gera sér sjálfur grein fyrir þessari afhjúpun. Don Kíkóti var ekki sjálfráður um þá afhjúpun sem tilvistarblinda hans leiddi til; hann var fangi fyrirframtúlkunarinnar og því ófær um að sjá í gegnum þann blekkingarvef sem skynfæri hans spunnu. Þær forsendur sem riddarinn hugprúði gekk útfrá voru mörk þess veruleika sem var hans; veru- leiki Don Kíkóta var sú veröld sem skynfæri hans og skilningur opnuðu fyrir honum. Þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar við skoðun veruleikans mót- ast ekki aðeins af skynfærunum sjálfum heldur öllu fremur af því kerfi sem hefur það verk með höndum að koma boðum skynfæranna á skiljanlegt form; að yfirfæra þau á það orðræðukerfí sem mótar skilning skynjandans á veruleikanum. Maðurinn getur ekki skilgreint þau boð sem berast honum nema flokka þau niður eftir lögmálum þess (tungu)máls sem hann notar til að hugsa um veruleikann. Skilgreiningin verður þannig forsenda og afleið- ing þess að maðurinn getur ekki hugsað um veruleika sinn nema fyrir tilstilli 12 www.mm.is TMM 1999:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.