Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 15
TILBRIGÐI VIÐ FORTÍÐ tungumálsins. Hugsunin lokar fyrir aðrar túlkanir en þær sem tungumálið býður upp á. Þess vegna er maðurinn fangi tungumálsins eða þess orðræðu- kerfis sem hugsun hans tekur mið af. Friedrich Nietzsche hélt því fram árið 1886 í riti sem ber undirtitilinn Forleikur að heimspeki framtíðar að rangt væri að tala um einstaklinginn og hugsun hans sem tvo aðskilda þætti þar sem hugsunin, sem bundin væri tungumálinu, væri helsti vitnisburður mannsins um vitund sína.2 Fylgis- menn Nietzsche á tuttugustu öld, sem og yfirlýstir andmælendur, hafa fjallað ítarlega um það ófrelsi sem hugsunin býr við vegna órjúfanlegra tengsla við tungumálið. Mörk heimsins hafa þannig verið skilgreind sem mörk málsins og veruleiki mannsins talinn takmarkast af hugsun hans og þar með af tungumálinu.3 Verufræðilegum vanda mannsins lýstu menn í löngu máli framan af tuttugustu öld. Einstaklingurinn sem fangi eigin hugsunar er við- fangsefni fjölmargra fræðimanna, sem og listamanna, sem kenndir eru við módernismann. í sagnff æði hefur áhrifa módernismans meðal annars gætt í ýmsum félagssögulegum og lýðfræðilegum rannsóknum sem miðast við að sýna ffam á þau skilyrði sem samfélagið setti einstaklingnum og ganga um leið út frá því að einstaklingurinn hafi verið óvirkur þolandi aðstæðna. Með þessum hætti hefur verið dregin upp mynd af „dæmigerðum“ þjóðfélags- þegni og tilvist hans studd með vísunum í meðaltöl og miðlæg gildi. Módern- istar, hvort sem er í sagnff æði eða félagsfræði, hafa mótast af þeirri hugsun að einstaklingurinn sé ekki aðeins fangi aðstæðna heldur einnig eigin vitundar og því ófær um að sjá í gegnum þann blekkingarvef sem orðræðan myndar. Þessi áhersla á ófrelsi einstaklingsins hefúr auðveldað fræðimönnum að draga upp einfalda mynd af fortíðinni þar sem hinn almenni þjóðfélagsþegn hagaði sér í fullu samræmi við vilja yfirvalda og um leið gert þeim auðveld- ara að horfa ffamhjá utangarðsmönnum þjóðfélagsins og ganga útfrá því að þeir sem hegðuðu sér ekki í samræmi við hefðbundin gildi samfélagsins hafi haft lítil áhrif á mótun þess. Þessi áhersla á einstaklinginn sem fanga aðstæðna og orðræðu leiddi til tilvistarkreppu meðal ýmissa hugsuða, einkum heimspekinga og rithöf- unda, sem endurspeglast í verkum þeirra. Tilgangurinn með veru mannsins í heimi sem hann fékk litlu ráðið um var spurning sem margir leituðu svara við um leið og þeir töldu efasemdir mannsins um eigin tilvist vera sönnun þess að hann væri til sem hugsandi vera. Tilvistarkreppan var því ein af drif- fjöðrum módernismans, sem fæddi af sér bókmenntaverk á borð við Útlendinginn eftir Albert Camus og Ameríku Franz Kafka, um leið og hún breikkaði bilið milli bókmennta og sagnffæði. Hlutverk rithöfunda var að varpa ljósi á tilvistarkreppu mannsins í heimi sem hann fékk litlu ráðið um hvernig þróaðist á meðan sagnfræðingar leituðust við að skýra og skilgreina TMM 1999:3 www.mm.is 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.