Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 29
Helgi Ingólfsson Villutrúin Hve... hva ... hví... dr... dr... rot... tinn ... Tölvan suðaði lágt og svarið birtist á skjánum, hvítt á svörtu: „Kerfisvilla: Skilgreindu veruleika.íl Nei! Ekki einu sinni enn! Gerðist þetta virkilega á þúsund ára fresti? Skaparinn hnyklaði brýnnar - tvo stjörnuþokukennda bólstra - og hvessti augun - tvö svarthol - á skjáinn. Það ætlaði að reynast þrautin þyngri að glíma við vandann. Engan veginn sú fyrsta af þessum árþúsundavillum, en vafalítið sú erfiðasta og vonandi sú síðasta. Gamla útgáfan af forritinu Tilveru hafði gengið sér til húðar, en til að fá hina nýju til að virka þurfti að endurskilgreina veruleikann. Breyttur, nýr og bættur veruleiki, miðað við það sem áður hafði verið. I árdaga hafði þetta allt verið einfaldara í sniðum, frumstæðara, vanþróaðra, auðveldara. En markmiðið var hið sama nú sem fyrr; not- endavæn veröld, notendavænn veruleiki. Almættið hallaði sér aftur í vinnuvistfræðilega völdum leðurstóln- um og klóraði í kampinn; gríðarmikið grátt skeggið flæddi eins og Vetrarbraut niður á bringuna. Ekki hafði allt gengið fyrir sig eins og ætlast var til; erfiðleikar reglulega á þúsund ára fresti, svo nákvæmt og reglubundið að vart var annað mögulegt en að villan væri innbyggð í forritið. Sjö sinnum á átta þúsund árum. Það byrjaði strax í fýrndinni, með Y-6K, sem nú var alþekkt orðin sem snákavillan. Hlálega nöturlegur klaufaskapur atarna. Strax í upphafi, eins og sagði í handbókinni, sem gefin var út með forritinu. Nú jæja, ekki liðu nema þúsund ár þar til Y-5K kom fram, sú sem gekk undir nafninu flóðavandinn. Furðaði nokkurn þótt tiltrú á forritinu hefði beðið hnekki? Drottinn sló hrumum og seinlátum vísifingrum beggja handa á lyklaborðið: „Veruleiki: if crash, goto end.“ Hve... hva... hví.. .dr... dr... rot... tinn, suðaðitölvan ogafturkomuppáskjáinn: „Kerfisvilla: skilgreindu veruleikaT Himnafaðirinn dæsti. TMM 1999:3 www.mm.is 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.