Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 29
Helgi Ingólfsson
Villutrúin
Hve... hva ... hví... dr... dr... rot... tinn ...
Tölvan suðaði lágt og svarið birtist á skjánum, hvítt á svörtu:
„Kerfisvilla: Skilgreindu veruleika.íl
Nei! Ekki einu sinni enn! Gerðist þetta virkilega á þúsund ára fresti?
Skaparinn hnyklaði brýnnar - tvo stjörnuþokukennda bólstra - og
hvessti augun - tvö svarthol - á skjáinn. Það ætlaði að reynast þrautin
þyngri að glíma við vandann. Engan veginn sú fyrsta af þessum
árþúsundavillum, en vafalítið sú erfiðasta og vonandi sú síðasta.
Gamla útgáfan af forritinu Tilveru hafði gengið sér til húðar, en til
að fá hina nýju til að virka þurfti að endurskilgreina veruleikann.
Breyttur, nýr og bættur veruleiki, miðað við það sem áður hafði verið.
I árdaga hafði þetta allt verið einfaldara í sniðum, frumstæðara,
vanþróaðra, auðveldara. En markmiðið var hið sama nú sem fyrr; not-
endavæn veröld, notendavænn veruleiki.
Almættið hallaði sér aftur í vinnuvistfræðilega völdum leðurstóln-
um og klóraði í kampinn; gríðarmikið grátt skeggið flæddi eins og
Vetrarbraut niður á bringuna. Ekki hafði allt gengið fyrir sig eins og
ætlast var til; erfiðleikar reglulega á þúsund ára fresti, svo nákvæmt og
reglubundið að vart var annað mögulegt en að villan væri innbyggð í
forritið. Sjö sinnum á átta þúsund árum.
Það byrjaði strax í fýrndinni, með Y-6K, sem nú var alþekkt orðin
sem snákavillan. Hlálega nöturlegur klaufaskapur atarna. Strax í
upphafi, eins og sagði í handbókinni, sem gefin var út með forritinu.
Nú jæja, ekki liðu nema þúsund ár þar til Y-5K kom fram, sú sem gekk
undir nafninu flóðavandinn. Furðaði nokkurn þótt tiltrú á forritinu
hefði beðið hnekki?
Drottinn sló hrumum og seinlátum vísifingrum beggja handa á
lyklaborðið: „Veruleiki: if crash, goto end.“ Hve... hva... hví.. .dr...
dr... rot... tinn, suðaðitölvan ogafturkomuppáskjáinn: „Kerfisvilla:
skilgreindu veruleikaT Himnafaðirinn dæsti.
TMM 1999:3
www.mm.is
27