Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 40
KRISTÍN VIÐARSDÓTTIR sínu bjartsýnn því líf Orlando virðist stefna í að vera hið fullkomna viðfangs- efni ævisagnaritarans: Happy the mother who bears [Orlando], happier still the biographer who records the life of such a one! Never need she vex herself, nor he invoke the help of novelist or poet. From deed to deed, from glory to glory, from office to office he must go, his scribe following after, till they reach whatever seat it may be that is the height of their desire. Or- lando, to look at, was cut out precisely for some such career. (10) Þarna er raunar gefið í skyn að ævisagnaritarinn sé karlkyns, sem er ef til vill það sama og kynleysi því karlkynið, hefð þess og sjónarhorn virðast í með- förum sögumanns vera nokkurs konar algildi í anda kenninga Simone de Beauvoir. Það samræmist einnig þessu algildi karlkynsins að samkvæmt þeirri ævisagnahefð sem gengið er útffá í tilvitnuninni er viðfangsefni ævi- sögunnar karl og hlutverk ritarans að skrásetja opinbera sigra hans án allrar hjálpar ímyndunaraflsins. Ævisagan á sem sagt ekkert skylt við skáldskap en engu að síður neyðist sögumaður oft til að grípa til ímyndunaraflsins þegar heimildir um ævi Orlando þrýtur. Skjölin sem hann hefur aðgang að eru bókstaflega full af eyðum (raunverulegum götum) og aðrar heimildir eru óljósar, sögur heimildarmanna stangast á og eru auk þess fullar af getgátum. Sögumaður missir því tökin á viðfangsefni sínu og tekst heldur ekki að gefa eina heildstæða mynd af Orlando, enda varla um eitt heildstætt sjálf að ræða þar sem tvö kyn og margir ólíkir tímar búa í Orlando. Sögumaður þykist samt alls ekki vera að fjalla um kyn eða kynferði í texta sínum, eins og sjá má af orðum hans: „But let other pens treat of sex and sexuality; we quit such odious subjects as soon as we can.“ (87) Textinn er fullur af slíkum írónísk- um mótsögnum milli orða sögumanns og þess sem hann svo gerir en uppáþrengjandi nálægð hans og athugasemdir benda á hlut hans í að skapa þá ævi sem hann er að segja frá. Á öðrum stað í ffásögninni er þetta hlutverk skrásetjarans svo beinlínis gert að umræðuefni og látið í það skína að það sé kannski fyrst og fremst hann sem geri líf þess sem hann skrifar um merkilegt í augum þeirra sem koma á effir: Was this life quite so exciting, quite so flattering, quite so glorious as it sounds when the memoir writer has done his work upon it? (133) Um leið og textinn sýnir fram á útilokun kvenna frá hefðinni afbyggir hann tengsl texta og veruleika og hugmyndin um sannleika ævisögunnar er fyrir borð borin.Ævi Orlando reynist heldur ekki vera þetta fullkomna viðfangs- 38 www.mm.is TMM 1999:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.